Sænski þjálfarinn refsar sínum mönnum fyrir að vera valdir menn leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 10:30 Andreas Palicka ver hér úr dauðafæri frá Elliða Snæ Viðarssyni í leik Íslands og Svíþjóðar í milliriðli á HM í handbolta. Getty/Adam Ihse Sænski markvörðurinn Andreas Palicka var stórkostlegur á móti Íslandi á dögunum en hann var hins vegar hvergi sjáanlegur í næsta leik Svía sem var á móti Portúgal í lokaumferð milliriðilsins. Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira