„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 17:40 Þórunn Sveinbjarnardóttur finnst óásættanlegt að Jón Gunnarsson hafi ekki rætt áform sín um að heimila rafbyssunotkun lögreglu við félaga sína innan ríkisstjórnar áður en sú ákvörðun var tekin. Umboðsmaður Alþingis setur einnig spurningamerki við þau vinnubrögð ráðherra. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira