Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2023 07:01 Jude Bellingham verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar. Edith Geuppert - GES Sportfoto/Getty Images Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund. Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira