Innlent

Kanna­bis­kökur og þreyttur náms­maður meðal verk­efna lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglu.
Nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili einstaklings í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær en í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að viðkomandi verði kærður fyrir vörslu á „kökum“ sem grunur leikur á að innihaldi kannabis.

Lögreglu barst einnig tilkynning um einstakling sem var sagður sofa í bifreið sinni. Þegar málið var athugað sagðist maðurinn uppgefinn eftir próflestur liðinna daga og að hann hefði ákveðið að leggja sig áður en hann verslaði í matinn.

Tveir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir um að hafa valdið skemmdum á bifreið sem er ekki talin hafa verið í þeirra eigu. Voru einstaklingarnir vistaðir í fangageymslum lögreglu.

Þá var óskað aðstoðar lögreglu við að vísa fólki út sem hafði komið sér fyrir í stigagangi til að neyta fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×