Sammála um að landsliðsferill Arons sé vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2023 09:01 Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik á HM. vísir/vilhelm Strákarnir í Handkastinu voru sammála um að ferill Arons Pálmarssonar með íslenska handboltalandsliðinu hafi verið vonbrigði. Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01
Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01
Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01
Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30