Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 12:31 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði lögsóknina gegn Google í gær. Hann fór hörðum orðum um fyrirtækið og sagði einokunarstöðu þess koma niður á öðrum fyrirtækjum, almenningi og hagkerfi Bandaríkjanna í heild. AP/Carolyn Kaster Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp. Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila. Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila.
Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira