Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 12:31 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði lögsóknina gegn Google í gær. Hann fór hörðum orðum um fyrirtækið og sagði einokunarstöðu þess koma niður á öðrum fyrirtækjum, almenningi og hagkerfi Bandaríkjanna í heild. AP/Carolyn Kaster Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp. Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila. Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila.
Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira