Curry var rekinn út úr húsi þegar 74 sekúndur voru efir af leiknum en Jordan Poole tryggði Warriors sigurinn með körfu í blálokin.
Curry gerðist sekur um að henda munnstykkinu sínu upp í stúku og samkvæmt dómara leiksins er það brottrekstrarsök ef það er gert að krafti eins og Steph gerði vissulega.
„Hann veit að hann má ekki gera svona mistök. Það var frábært að vinna leikinn eftir að Steph var rekinn út úr húsi,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.
Hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.