Um þriðjungur spilara kemur erlendis frá en margir af bestu spilurum heims munu mæta til leiks á mótinu. Skráningar hafa farið fram úr öllum væntingum að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Reykjavík Bridgefestival og Bridgesambands Íslands.
„Einnig mæta til leiks margir efnilegir spilarar. Það má meðal annars nefna að í danska kvennalandsliðiðinu er meðalaldur spilara rétt yfir 20 ára og í tveimur bandarískum sveitum mæta nýkrýndir Bandaríkjameistarar ungmenna. Það er einnig áhugavert að yfir 60 ára aldursmunur er á yngsta og elsta keppanda mótsins," er haft eftir Matthíasi í tilkynningu.
Mikil aukning hefur verið á áhuga Íslendinga á bridge síðasta árið og segist Matthías sjá mikla aukningu í spilurum. Þá hafa aldrei jafn margir skráð sig á námskeið til að læra bridge.
Í dag og á morgun verður spilað í tvímenning en á laugardag og sunnudag verður sveitakeppni.