Gunnhildur Yrsa var orðin þreytt en hlakkar til ævintýrisins með Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 23:31 Gunnhildur Yrsa er komin heim í Stjörnuna. Vísir Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og spilar með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar á komandi leiktíð. Hún lítur bjartsýnisaugum á framtíðina hér heima. „Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira