Nýtum tækifæri – opnum samtalið Freyr Hólm Ketilsson skrifar 30. janúar 2023 08:01 Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun