Nýtum tækifæri – opnum samtalið Freyr Hólm Ketilsson skrifar 30. janúar 2023 08:01 Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun