Innlent

Al­var­lega slasaður eftir harðan á­rekstur á Sel­tjarnar­nesi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Götunni hefur verið lokað.
Götunni hefur verið lokað. Aðsend

Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús.

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að áreksturinn hafi átt sér stað í beygju á Norðurströnd. Hámarkshraði á veginum sé 50 kílómetra hraði á klukkustund.

„Það varð harður árekstur, tveggja bíla og fimm manns í bílunum sem við erum að flytja á slysadeild. Í svona hörðum árekstri þá flytjum við alla,“ segir Sigurjón. Hann segir að allir slösuðu hafi verið með meðvitund eftir áreksturinn.

Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll var sendur á vettvang. Aðgerðir eru enn yfirstandandi á vettvangi og veginum hefur verið lokað í bili. Gert er ráð fyrir því að lokunin standi yfir næsta klukkutímann á meðan unnið er að hreinsun á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×