Við ræðum við lögreglu um slysið í kvöldfréttum.
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum og víða hefur verið mótmælt eftir að upptökur voru gerðar opinberar þar sem sést hvernig lögreglumenn ganga í skrokk á ungum manni með þeim afleiðingum að hann lést nokkrum dögum síðar. Bandaríkjaforseti hvetur fólk til stillingar.
Greint verður frá nýjustu vendingum í Eflingarmálinu svokallaða og farið verður ítarlega yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur enn enga kjörskrá fengið og hefur því óskað eftir aðstoð héraðsdóms.
Vaxtaákvarðanir Seðlabankans verða til umfjöllunar og áhrif þeirra á verð á. Og við förum á Bridgehátíð í Hörpu þar sem allt að 60 ára aldursmunur eru á keppendum.