Hamingjan er það sem allir sækjast eftir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar