Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 18:29 Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Getty/Kabon Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. Pavel er sagður ætla að styrkja bönd við Evrópusambandið og heitir meiri stuðning við Úkraínu. Nýkjörinn forsetinn er mjög hlynntur Vesturlöndum og segja stjórnmálafræðingar ytra að kjörið muni fela í sér miklar breytingar á stjórn Tékka. Andrej Babiš sem er vellauðugur háði harða kosningabaráttu og sakaði Pavel um að vera stríðsæsingamaður. Ríkisstjórn Babiš féll í október 2021 en þá hafði hann staðið af sér margs konar hneykslismál. Meðal annars leiddu Pandóruskjölin í ljós að hann hafi stundað vafasama viðskiptahætti. Flokkur Babiš er gagnrýninn á Evrópusambandið, segir ógn stafa af flóttafólki. Þá hefur hann einnig stutt Rússa í innrásinni í Úkraínu. „Kjörið mun hafa miklar breytingar í för með sér. Síðustu tíu ár höfum við verið með forseta sem kasta rýrð á landið og íbúa þess. Babiš var fylgjandi Rússum, gerði viðskiptaþvinganir gegn Rússum að engu, sniðgekk stjórnarskrána og var ruddi,“ segir Jiří Pehe, stjórnmálagreinandi og forstjóri New York University í Prag. Pehe segir nýja forsetann lofa mjög góðu. Hann sé alþýðlegur og jarðbundinn og hafi vestræn gildi, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Tékkland NATO Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Pavel er sagður ætla að styrkja bönd við Evrópusambandið og heitir meiri stuðning við Úkraínu. Nýkjörinn forsetinn er mjög hlynntur Vesturlöndum og segja stjórnmálafræðingar ytra að kjörið muni fela í sér miklar breytingar á stjórn Tékka. Andrej Babiš sem er vellauðugur háði harða kosningabaráttu og sakaði Pavel um að vera stríðsæsingamaður. Ríkisstjórn Babiš féll í október 2021 en þá hafði hann staðið af sér margs konar hneykslismál. Meðal annars leiddu Pandóruskjölin í ljós að hann hafi stundað vafasama viðskiptahætti. Flokkur Babiš er gagnrýninn á Evrópusambandið, segir ógn stafa af flóttafólki. Þá hefur hann einnig stutt Rússa í innrásinni í Úkraínu. „Kjörið mun hafa miklar breytingar í för með sér. Síðustu tíu ár höfum við verið með forseta sem kasta rýrð á landið og íbúa þess. Babiš var fylgjandi Rússum, gerði viðskiptaþvinganir gegn Rússum að engu, sniðgekk stjórnarskrána og var ruddi,“ segir Jiří Pehe, stjórnmálagreinandi og forstjóri New York University í Prag. Pehe segir nýja forsetann lofa mjög góðu. Hann sé alþýðlegur og jarðbundinn og hafi vestræn gildi, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.
Tékkland NATO Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira