Fjölmiðlar ytra segja að upptök skjálftans hafi verið við borgina Khoy, í norðvesturhluta landsins. Þá hafi sjötíu þorp orðið illa úti í jarðskjálftanum og verið sé að meta skaðann.
„Skjálftinn var svo svakalegur að hann fannst í mörgum héruðum og óttuðust margir íbúa um öryggi sitt. Hann fannst einnig í nokkrum stærri borgum, þar á meðal í Tabriz,“ að því er fram kemur hjá CNN.
