„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Það er eitthvað krúttlegt og sjarmerarandi við sögu Bryggjunnar í Grindavík, netagerðarhúsið sem byggt var árið 1980 og ilmar núna af pönnukökulykt í bland við netagerðina. Leikkonan Sigorney Weaver auglýsti til dæmis humarsúpu staðarins sem besta matinn í Evrópu, súpuna sem þá var elduð í heimahúsi í Grindavík. Og forsetinn hefur ekki látið sig vanta í heimsókn, meira að segja með Hákoni prins frá Noregi. Hilmar S. Sigurðsson og þrír félagar hans keyptu húsið árið 2018 og voru við það að missa alla von um framtíðaráformin þegar Covid skall á. Vísir/Vilhelm, aðsent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. „Okkar sannfæring var að ferðaþjónustan myndi eflast enn meir og sérstaklega á landsbyggðinni. Við horfðum líka á nálægðina við Bláa lónið og flugvöllinn en fyrst og fremst vorum við heillaðir af þeirri upplifun að koma í netagerðina og á kaffihúsið þar sem verið er að landa ferskum fiski nánast daglega fyrir framan okkur.“ Enda hafa svo sem fleiri heillast af því. Til dæmis leikkonan Sigourney Weaver sem tókst að gera hina rómuðu humarsúpu Bryggjuna heimsfræga þegar hún sagði frá því í viðtali að humarsúpan væri besti maturinn sem sem hún hefði bragðað í ferð sinni um Evrópu og augljóst var í viðtalinu að hún heillaðist mikið af staðnum. Það sama má segja um spænsku ferðamennirnir sem heilluðust reyndar svo mikið af staðsetningunni og starfseminni á höfninni og þar um kring að Bryggjan og netagerðin endaði með að spila stórt hlutverk í kvikmynd sem þeir gerðu síðar. Og var meðal annars sýnd á RÚV. Svo ekki sé talað um sjálfan forsetann, Guðna Th. Jóhannesson sem meðal annars hefur heimsótt Bryggjuna með Hákoni prins frá Noregi í hádegismat í fyrra. „Þeir fengu sér lúðu,“ segir Hilmar og brosir. Krúttleg og sjarmerandi saga Það er ótrúlega margt sjarmerandi við sögu Bryggjunnar í Grindavík. Og eiginlega krúttlegt. Því svo margt gott hefur gerst þar og verið gert þar, án þess að fólk kannski átti sig á því, hafi verið sagt frá því eða hreinlega að nokkur hafi planað það. Á dögunum var Bryggjan til dæmis valin ein af topp tuttugu bestu veitingastöðunum í heiminum af ritstjórum tímaritsins Condé Nast Traveler. Sem árlega útnefnir bestu veitingastaðina, hótelin og fleira í heiminum. Og þykir mikið til koma að komast á þann lista. „Sem er auðvitað mikill heiður því þarna eru margir Michelin staðir og aðrir fínir staðir. Við höfðum ekki hugmynd um þetta fyrr en listinn kom út og þótt þetta sé kannski ekki listi sem við Íslendingar þekkjum eða pælum mikið í, er þetta listi sem skiptir máli erlendis og þar þykir þetta virkilega merkilegt að veitingastaður komist á listann,“ segir Hilmar. En hvernig kom það til að hann og félagar hans keyptu staðinn árið 2018? „Við vorum að leita af tækifæri í fjárfestingu og skoðuðum heilmargt. Til dæmis hugbúnaðargeirann og fleira. En ferðaþjónustan varð ofan á enda allt í gangi í ferðaþjónustunni á þessum tíma.“ Þetta var í árslok 2017 og gengu kaupin í gegn snemma árs 2018. Netagerðarhúsið og Bryggjan var keypt af bræðrum í Grindavík sem byggðu húsið árið 1980 og höfðu starfrækt þar netagerð lengi. Sem og Bryggjuna kaffihús frá árinu 2009. Bryggjan var rekin við góðan orðstír og humarsúpan fræga strax vinsæl. Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Félagar Hilmars eru Gestur Ólafur Auðunsson, Axel Ómarsson og Bjarne Bergmann, en sá síðastnefndi er sænskur fjárfestir sem hefur fjárfest í ýmsum verkefnum á Íslandi. Að sjálfsögðu var ráðist í verkefnið með al íslenskum hætti: Þar sem allir brettu upp ermarnar! „Fyrsta verkefnið eftir að við tókum við húsinu og rekstrinum var að gera húsið vatnshelt, skipta um þak, glugga og endurnýja lagnir og rafmagnið. Við múruðum húsið að innan á gamla mátann þar sem við vorum sjálfir að múra og redduðum okkur steypuhrærivél og smíðuðum sjálfir vandaða salernisaðstöðu því að við höfðum heyrt það þá frá stóru ferðaskrifstofunum að salernin skipta miklu máli,“ segir Hilmar þegar hann rifjar upp tímann fyrst eftir kaupin. Hugmyndin var strax frá upphafi að byggja ofan á það sem fyrir var: Veitingastað sem kennt yrði við hið vinsæla kaffihús og humarsúpuna góðu. Netagerðarverkstæðið yrði breytt í stóran veitingastað sem tæki 220 manns og nýverið tók í gagnið lyftuhús til að auðvelda öllum að komast á milli hæða. „Við náðum ekki að klára allt fyrir Covid þannig að lyftuhúsið er bara nýkomið,“ segir Hilmar stolltur. Allt í hönnun og ásýnd Bryggjunnar byggir á því að halda í þá upplifun sem staðsetningin og staðurinn sjálfur býr að og hefur gert lengi. „Okkar trú var að ferðamaðurinn myndi vilja þessa upplifun og tengjast sögunni og að vera í svona orginal umhverfi í fiskimannaþorpinu Grindavík á höfninni.“ Enda eru veggirnir enn gömlu netagerðarveggirnir, verksmiðjugólfið er gólfið á fína veitingastaðnum og svo má lengi telja. „Við vönduðum okkur við að gera þetta eins hrátt og hallærislegt eins og við gátum.“ Það virðist margt gott gerast óvart og óvænt hjá Bryggjunni í Grindavík. Stórleikkona auglýsir humarsúpuna sem besta mat í Evrópu, spænskir túristar gera kvikmynd og tvö túristaeldgos björguðu rekstrinum í kjölfar Covid. Á dögunum komust eigendurnir síðan að því að veitingahúsið hefði ratað á topp 20 lista yfir bestu veitingahúsin í heimi árið 2022.Vísir/Gassi, aðsent Opnað með stæl og síðan kom Covid! Allt gekk eins og í sögu og var nýi veitingastaðurinn opnaður með stæl í júní 2019. Og bókunarstaðan ótrúlega góð að sögn Hilmars fyrir allt árið 2020. „Við ætluðum ekki að trúa þessum tölum!“ segir Hilmar. En þá kom Covid. „Þetta hafði allt gengið upp eins og við höfðum planað og framtíðin var björt eftir þessar miklu fjárfestingar að kaupa húsið og reksturinn og allar endurbæturnar. En Covid breytti öllu og því var skellt í lás í lok febrúar 2020.“ Við tók algjör óvissutími og viðurkennir Hilmar að hann hafi verið erfiður. Á tímapunkti fórum við bara að velta fyrir okkur hvað við gætum gert við húsið. Hvort það væri hægt að breyta því aftur og nýta það fyrir fiskiðnaðinn eða eitthvað hafnartengt. Við vorum ekki vongóðir um að framtíðarplönin okkar myndu ganga upp.“ Stuðningskerfi stjórnvalda kom þó til bjargar og segir Hilmar það vel mega koma fram að þau úrræði skiptu fyrirtæki eins og Bryggjuna verulega miklu máli. „Því við áttum sjálfir húsið sem þýddi að stuðningurinn nægði til að gefa okkur súrefnið sem til þurfti til að stöðvast ekki alveg.“ Um tíma var einn starfsmaður til vinnu. Sem sá um allt. Mætti á morgnana til að elda og baka. Afgreiddi síðan í hádeginu, gekk frá og vaskaði upp. „Enn það er svo merkilegt að oft þegar öll ljós virðast vera slokknuð fellur eitthvað til og í okkar tilviki vorum við svo heppnir að eldgosið sem hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021 bjargaði öllu. Og síðan ekki síst það að fá annað túristaeldgos í júlí 2022,“ segir Hilmar og er greinilega enn hálf hissa á þeirri heppni sem gosinu fylgdu. Því þá fylltist staðurinn af bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Hilmar segir að þegar Covid skall á voru hann og félagarnir farnir að ræða það hvað þeir gætu gert við húsið því nú væri öll von úti um að fjárfestingin og öll vinnan þeirra við framkvæmdir myndi ganga upp. Hann segir úrræði stjórnvalda þó hafa gefið þeim það súrefni sem vantaði. Allt þar til gosin hófust við Fagradalsfjall en síðan þá hefur verið brjálað að gera.Vísir/Gassi, aðsent Starfsmennirnir grétu með ferðamönnunum Hilmar segir mikla grósku í veitingageiranum í Grindavík. Þar séu hreinlega mörg frábær veitingahús og ótrúlega mikið af flottu fólki sem starfar í þeim geira, góðar veitingar, þjónusta og flott ferðaþjónusta. Gosið hafi því gert mörgum fleiri en Bryggjunni gott. „Vissulega hefur það verið óþægilegur og erfiður tími fyrir fólk á staðnum að upplifa jarðskjálftana sem hafa fylgt sem undanfarar gosanna. Enda virkilega óþægilegt að upplifa þá, marga hverja mjög stóra meira að segja.“ Hilmar tekur dæmi. Í lok júlí árið 2022 mældist einn jarðskjálftinn um 5.4 á richter. Ferðamennirnir og starfsmennirnir á Bryggjunni fengu áfall. Enda hrundu öll glös og diskar á gólfið, allar hillur tæmdust. Starfsmennirnir grétu hreinlega með ferðamönnunum.“ Í framhaldinu kom Guðni forseti og Elísa á Bryggjuna í heimsókn 3.ágúst en þau heimsóttu bæinn og heimamenn til að sjá hvort allt væri í góðu eftir skjálftana og sýna stuðning. Daginn eftir hófst gosið. „Gosið gaf okkur kjarkinn aftur og enn á ný vorum við uppfullir af orku. Bókunarstaðan hefur líka verið góð æ síðan og til dæmis er hún rosalega góð fyrir allt árið 2023.“ Hann segir ýmislegt til viðbótar við gosið hafa verið Bryggjunni hliðhollt. Þannig sé Bryggjan reglulega að dúkka upp á vinsældarlistum í ferðamannatímaritum og alls kyns bæklingum, frægir eigi leið um og meira fái þeir reglulega tölvupósta um að kvikmynd spænsku túristanna sem gerð var um árið sé að vinna til hinna og þessa verðlauna. Hilmari finnst samt ekkert síður vænt um trygglyndið sem forsetinn hefur sýnt staðnum. Það hafi því öllu verið tjaldað til þegar hann boðaði komu sína með Hákon prins frá Noregi í fyrra. „Enda gerist það varla íslenskara en að koma hingað. Með höfnina og fiskinn í löndun fyrir utan, netagerðina hér og hraunsvæðið við Fagradalsfjallið hér rétt hjá.“ Hilmar segir ótrúlega grósku í veitingageiranum í Grindavík og þar sé mikið um frábært fólk og auðvitað mikill kostur að fá gott hráefni frá fyrirtækjum í bænum. Hann segir jarðskjálftana þó hafa reynt á. Til dæmis hafi það eitt sinn gerst að starfsfólk hreinlega grét með ferðamönnunum þegar allt lék á reiðiskjálfi í jarðskjálfta sem mældist 5.4 á richter og hreinlega allir lausamunir brotnuðu eða fóru á fljúgandi ferð.Vísir/Vilhelm, Gassi, aðsent Humarsúpan fræga og besta hráefnið Hilmar segir líklegt að gestir Bryggjunnar á þessu ári muni telja um hundrað þúsund manns. Margir stórir hópar komi á vegum ferðaskrifstofa og eins sé vinsælt hjá gestum skemmtiferðaskipa að koma við á Bryggjunni. „Við bjóðum upp á ýmislegt á matseðlinum en þegar þessir hópar koma er það algengast að allir biðji um humarsúpuna,“ segir Hilmar og hlær. En hvað er það þá líka með þessa súpu. Sem meira að segja Sigourney Weaver ákvað að auglýsa í viðtali að væri sú besta sem hún hefur smakkað. „Uppskriftin af þessari humarsúpu hefur verið þróuð af Bryggjunni. Hún var löngu orðin vinsæl áður en við keyptum og Bryggjan er hreinlega fræg fyrir það að vera með fría áfyllingu á súpuna. Humarsúpan er gerð þannig að fyrst er gerður grunnur þar sem klærnar og skeljarnar ásamt grænmeti er látið sjóða í marga klukkutíma sem myndar grunninn í súpuna. Þegar grunnurinn er tilbúinn þá hefst lögun á sjálfri súpunni og núna er hún gerð þannig að hún er glútenfrí til þess að fleiri getið notið hennar,“ segir Hilmar og bætir við: „Okkur hefur fundist rosalega mikilvægt að vernda Bryggjuna og þá stemningu eins og heimamenn höfðu byggt hér upp. Þar á meðal þessa vinsælu súpu og kaffihúsið sem enn er rekið á staðnum.“ Hilmar viðurkennir að þótt bókunarstaðan sé góð framundan séu ýmsar áskoranir sem blasi við. „Það er krefjandi núna í svona rekstri er hækkandi hráefni og launakostnaður sem er um 50% af veltunni og það er mjög erfitt að halda úti opnun á kvöldin vegna hás launakostnaðar. Við viljum vera áfram með hagkvæm verð hjá okkur en flest fyrirtæki í sambærilegum rekstri munu neyðast til þess að hækka verðin til þess að geta haldið rekstrinum réttu megin við núllið.“ Hann segir samt miklu skipta að besta hráefnið sé að finna á staðnum. „Vísir selur okkur fiskinn sem landað beint fyrir fram veitingastaðinn og hann er keyrður til okkar úr næsta húsi á litlum vögnum og ekkert kolefnisspor þar á ferðinni. Flest okkar hráefni er úr Grindavík og nágrenni og það er svo gaman að geta sagt okkar innlendu og erlendu gestum frá því. Grindavík er stundum kallað heimili saltfisksins og við bjóðum upp á saltfisk, fish and chips, silung frá Grindavík og fleira í fiski. Við höfum aðgang að besta hráefni í heiminum hér á Íslandi í fiski og það er frábær sérstaða,“ segir Hilmar og bætir við: Marenskakan sem alltaf hefur fylgt Bryggjunni er mest selda kakan. En það sem gefur réttu lyktina á staðinn er að hér eru bakaðar pönnukökur alla daga, ekki bara á sunnudögum eins og þegar að maður sjálfur ólst upp. Pönnukökulyktin í bland við netagerðarlyktina gefur réttu lyktina.“ Veitingastaðir Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Okkar sannfæring var að ferðaþjónustan myndi eflast enn meir og sérstaklega á landsbyggðinni. Við horfðum líka á nálægðina við Bláa lónið og flugvöllinn en fyrst og fremst vorum við heillaðir af þeirri upplifun að koma í netagerðina og á kaffihúsið þar sem verið er að landa ferskum fiski nánast daglega fyrir framan okkur.“ Enda hafa svo sem fleiri heillast af því. Til dæmis leikkonan Sigourney Weaver sem tókst að gera hina rómuðu humarsúpu Bryggjuna heimsfræga þegar hún sagði frá því í viðtali að humarsúpan væri besti maturinn sem sem hún hefði bragðað í ferð sinni um Evrópu og augljóst var í viðtalinu að hún heillaðist mikið af staðnum. Það sama má segja um spænsku ferðamennirnir sem heilluðust reyndar svo mikið af staðsetningunni og starfseminni á höfninni og þar um kring að Bryggjan og netagerðin endaði með að spila stórt hlutverk í kvikmynd sem þeir gerðu síðar. Og var meðal annars sýnd á RÚV. Svo ekki sé talað um sjálfan forsetann, Guðna Th. Jóhannesson sem meðal annars hefur heimsótt Bryggjuna með Hákoni prins frá Noregi í hádegismat í fyrra. „Þeir fengu sér lúðu,“ segir Hilmar og brosir. Krúttleg og sjarmerandi saga Það er ótrúlega margt sjarmerandi við sögu Bryggjunnar í Grindavík. Og eiginlega krúttlegt. Því svo margt gott hefur gerst þar og verið gert þar, án þess að fólk kannski átti sig á því, hafi verið sagt frá því eða hreinlega að nokkur hafi planað það. Á dögunum var Bryggjan til dæmis valin ein af topp tuttugu bestu veitingastöðunum í heiminum af ritstjórum tímaritsins Condé Nast Traveler. Sem árlega útnefnir bestu veitingastaðina, hótelin og fleira í heiminum. Og þykir mikið til koma að komast á þann lista. „Sem er auðvitað mikill heiður því þarna eru margir Michelin staðir og aðrir fínir staðir. Við höfðum ekki hugmynd um þetta fyrr en listinn kom út og þótt þetta sé kannski ekki listi sem við Íslendingar þekkjum eða pælum mikið í, er þetta listi sem skiptir máli erlendis og þar þykir þetta virkilega merkilegt að veitingastaður komist á listann,“ segir Hilmar. En hvernig kom það til að hann og félagar hans keyptu staðinn árið 2018? „Við vorum að leita af tækifæri í fjárfestingu og skoðuðum heilmargt. Til dæmis hugbúnaðargeirann og fleira. En ferðaþjónustan varð ofan á enda allt í gangi í ferðaþjónustunni á þessum tíma.“ Þetta var í árslok 2017 og gengu kaupin í gegn snemma árs 2018. Netagerðarhúsið og Bryggjan var keypt af bræðrum í Grindavík sem byggðu húsið árið 1980 og höfðu starfrækt þar netagerð lengi. Sem og Bryggjuna kaffihús frá árinu 2009. Bryggjan var rekin við góðan orðstír og humarsúpan fræga strax vinsæl. Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Félagar Hilmars eru Gestur Ólafur Auðunsson, Axel Ómarsson og Bjarne Bergmann, en sá síðastnefndi er sænskur fjárfestir sem hefur fjárfest í ýmsum verkefnum á Íslandi. Að sjálfsögðu var ráðist í verkefnið með al íslenskum hætti: Þar sem allir brettu upp ermarnar! „Fyrsta verkefnið eftir að við tókum við húsinu og rekstrinum var að gera húsið vatnshelt, skipta um þak, glugga og endurnýja lagnir og rafmagnið. Við múruðum húsið að innan á gamla mátann þar sem við vorum sjálfir að múra og redduðum okkur steypuhrærivél og smíðuðum sjálfir vandaða salernisaðstöðu því að við höfðum heyrt það þá frá stóru ferðaskrifstofunum að salernin skipta miklu máli,“ segir Hilmar þegar hann rifjar upp tímann fyrst eftir kaupin. Hugmyndin var strax frá upphafi að byggja ofan á það sem fyrir var: Veitingastað sem kennt yrði við hið vinsæla kaffihús og humarsúpuna góðu. Netagerðarverkstæðið yrði breytt í stóran veitingastað sem tæki 220 manns og nýverið tók í gagnið lyftuhús til að auðvelda öllum að komast á milli hæða. „Við náðum ekki að klára allt fyrir Covid þannig að lyftuhúsið er bara nýkomið,“ segir Hilmar stolltur. Allt í hönnun og ásýnd Bryggjunnar byggir á því að halda í þá upplifun sem staðsetningin og staðurinn sjálfur býr að og hefur gert lengi. „Okkar trú var að ferðamaðurinn myndi vilja þessa upplifun og tengjast sögunni og að vera í svona orginal umhverfi í fiskimannaþorpinu Grindavík á höfninni.“ Enda eru veggirnir enn gömlu netagerðarveggirnir, verksmiðjugólfið er gólfið á fína veitingastaðnum og svo má lengi telja. „Við vönduðum okkur við að gera þetta eins hrátt og hallærislegt eins og við gátum.“ Það virðist margt gott gerast óvart og óvænt hjá Bryggjunni í Grindavík. Stórleikkona auglýsir humarsúpuna sem besta mat í Evrópu, spænskir túristar gera kvikmynd og tvö túristaeldgos björguðu rekstrinum í kjölfar Covid. Á dögunum komust eigendurnir síðan að því að veitingahúsið hefði ratað á topp 20 lista yfir bestu veitingahúsin í heimi árið 2022.Vísir/Gassi, aðsent Opnað með stæl og síðan kom Covid! Allt gekk eins og í sögu og var nýi veitingastaðurinn opnaður með stæl í júní 2019. Og bókunarstaðan ótrúlega góð að sögn Hilmars fyrir allt árið 2020. „Við ætluðum ekki að trúa þessum tölum!“ segir Hilmar. En þá kom Covid. „Þetta hafði allt gengið upp eins og við höfðum planað og framtíðin var björt eftir þessar miklu fjárfestingar að kaupa húsið og reksturinn og allar endurbæturnar. En Covid breytti öllu og því var skellt í lás í lok febrúar 2020.“ Við tók algjör óvissutími og viðurkennir Hilmar að hann hafi verið erfiður. Á tímapunkti fórum við bara að velta fyrir okkur hvað við gætum gert við húsið. Hvort það væri hægt að breyta því aftur og nýta það fyrir fiskiðnaðinn eða eitthvað hafnartengt. Við vorum ekki vongóðir um að framtíðarplönin okkar myndu ganga upp.“ Stuðningskerfi stjórnvalda kom þó til bjargar og segir Hilmar það vel mega koma fram að þau úrræði skiptu fyrirtæki eins og Bryggjuna verulega miklu máli. „Því við áttum sjálfir húsið sem þýddi að stuðningurinn nægði til að gefa okkur súrefnið sem til þurfti til að stöðvast ekki alveg.“ Um tíma var einn starfsmaður til vinnu. Sem sá um allt. Mætti á morgnana til að elda og baka. Afgreiddi síðan í hádeginu, gekk frá og vaskaði upp. „Enn það er svo merkilegt að oft þegar öll ljós virðast vera slokknuð fellur eitthvað til og í okkar tilviki vorum við svo heppnir að eldgosið sem hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021 bjargaði öllu. Og síðan ekki síst það að fá annað túristaeldgos í júlí 2022,“ segir Hilmar og er greinilega enn hálf hissa á þeirri heppni sem gosinu fylgdu. Því þá fylltist staðurinn af bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Hilmar segir að þegar Covid skall á voru hann og félagarnir farnir að ræða það hvað þeir gætu gert við húsið því nú væri öll von úti um að fjárfestingin og öll vinnan þeirra við framkvæmdir myndi ganga upp. Hann segir úrræði stjórnvalda þó hafa gefið þeim það súrefni sem vantaði. Allt þar til gosin hófust við Fagradalsfjall en síðan þá hefur verið brjálað að gera.Vísir/Gassi, aðsent Starfsmennirnir grétu með ferðamönnunum Hilmar segir mikla grósku í veitingageiranum í Grindavík. Þar séu hreinlega mörg frábær veitingahús og ótrúlega mikið af flottu fólki sem starfar í þeim geira, góðar veitingar, þjónusta og flott ferðaþjónusta. Gosið hafi því gert mörgum fleiri en Bryggjunni gott. „Vissulega hefur það verið óþægilegur og erfiður tími fyrir fólk á staðnum að upplifa jarðskjálftana sem hafa fylgt sem undanfarar gosanna. Enda virkilega óþægilegt að upplifa þá, marga hverja mjög stóra meira að segja.“ Hilmar tekur dæmi. Í lok júlí árið 2022 mældist einn jarðskjálftinn um 5.4 á richter. Ferðamennirnir og starfsmennirnir á Bryggjunni fengu áfall. Enda hrundu öll glös og diskar á gólfið, allar hillur tæmdust. Starfsmennirnir grétu hreinlega með ferðamönnunum.“ Í framhaldinu kom Guðni forseti og Elísa á Bryggjuna í heimsókn 3.ágúst en þau heimsóttu bæinn og heimamenn til að sjá hvort allt væri í góðu eftir skjálftana og sýna stuðning. Daginn eftir hófst gosið. „Gosið gaf okkur kjarkinn aftur og enn á ný vorum við uppfullir af orku. Bókunarstaðan hefur líka verið góð æ síðan og til dæmis er hún rosalega góð fyrir allt árið 2023.“ Hann segir ýmislegt til viðbótar við gosið hafa verið Bryggjunni hliðhollt. Þannig sé Bryggjan reglulega að dúkka upp á vinsældarlistum í ferðamannatímaritum og alls kyns bæklingum, frægir eigi leið um og meira fái þeir reglulega tölvupósta um að kvikmynd spænsku túristanna sem gerð var um árið sé að vinna til hinna og þessa verðlauna. Hilmari finnst samt ekkert síður vænt um trygglyndið sem forsetinn hefur sýnt staðnum. Það hafi því öllu verið tjaldað til þegar hann boðaði komu sína með Hákon prins frá Noregi í fyrra. „Enda gerist það varla íslenskara en að koma hingað. Með höfnina og fiskinn í löndun fyrir utan, netagerðina hér og hraunsvæðið við Fagradalsfjallið hér rétt hjá.“ Hilmar segir ótrúlega grósku í veitingageiranum í Grindavík og þar sé mikið um frábært fólk og auðvitað mikill kostur að fá gott hráefni frá fyrirtækjum í bænum. Hann segir jarðskjálftana þó hafa reynt á. Til dæmis hafi það eitt sinn gerst að starfsfólk hreinlega grét með ferðamönnunum þegar allt lék á reiðiskjálfi í jarðskjálfta sem mældist 5.4 á richter og hreinlega allir lausamunir brotnuðu eða fóru á fljúgandi ferð.Vísir/Vilhelm, Gassi, aðsent Humarsúpan fræga og besta hráefnið Hilmar segir líklegt að gestir Bryggjunnar á þessu ári muni telja um hundrað þúsund manns. Margir stórir hópar komi á vegum ferðaskrifstofa og eins sé vinsælt hjá gestum skemmtiferðaskipa að koma við á Bryggjunni. „Við bjóðum upp á ýmislegt á matseðlinum en þegar þessir hópar koma er það algengast að allir biðji um humarsúpuna,“ segir Hilmar og hlær. En hvað er það þá líka með þessa súpu. Sem meira að segja Sigourney Weaver ákvað að auglýsa í viðtali að væri sú besta sem hún hefur smakkað. „Uppskriftin af þessari humarsúpu hefur verið þróuð af Bryggjunni. Hún var löngu orðin vinsæl áður en við keyptum og Bryggjan er hreinlega fræg fyrir það að vera með fría áfyllingu á súpuna. Humarsúpan er gerð þannig að fyrst er gerður grunnur þar sem klærnar og skeljarnar ásamt grænmeti er látið sjóða í marga klukkutíma sem myndar grunninn í súpuna. Þegar grunnurinn er tilbúinn þá hefst lögun á sjálfri súpunni og núna er hún gerð þannig að hún er glútenfrí til þess að fleiri getið notið hennar,“ segir Hilmar og bætir við: „Okkur hefur fundist rosalega mikilvægt að vernda Bryggjuna og þá stemningu eins og heimamenn höfðu byggt hér upp. Þar á meðal þessa vinsælu súpu og kaffihúsið sem enn er rekið á staðnum.“ Hilmar viðurkennir að þótt bókunarstaðan sé góð framundan séu ýmsar áskoranir sem blasi við. „Það er krefjandi núna í svona rekstri er hækkandi hráefni og launakostnaður sem er um 50% af veltunni og það er mjög erfitt að halda úti opnun á kvöldin vegna hás launakostnaðar. Við viljum vera áfram með hagkvæm verð hjá okkur en flest fyrirtæki í sambærilegum rekstri munu neyðast til þess að hækka verðin til þess að geta haldið rekstrinum réttu megin við núllið.“ Hann segir samt miklu skipta að besta hráefnið sé að finna á staðnum. „Vísir selur okkur fiskinn sem landað beint fyrir fram veitingastaðinn og hann er keyrður til okkar úr næsta húsi á litlum vögnum og ekkert kolefnisspor þar á ferðinni. Flest okkar hráefni er úr Grindavík og nágrenni og það er svo gaman að geta sagt okkar innlendu og erlendu gestum frá því. Grindavík er stundum kallað heimili saltfisksins og við bjóðum upp á saltfisk, fish and chips, silung frá Grindavík og fleira í fiski. Við höfum aðgang að besta hráefni í heiminum hér á Íslandi í fiski og það er frábær sérstaða,“ segir Hilmar og bætir við: Marenskakan sem alltaf hefur fylgt Bryggjunni er mest selda kakan. En það sem gefur réttu lyktina á staðinn er að hér eru bakaðar pönnukökur alla daga, ekki bara á sunnudögum eins og þegar að maður sjálfur ólst upp. Pönnukökulyktin í bland við netagerðarlyktina gefur réttu lyktina.“
Veitingastaðir Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50
Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01