Veðrið versni mjög eftir hádegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 29. janúar 2023 23:01 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að gera megi ráð fyrir lokunum á vegum. Vísir/SteingrímurDúi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49