Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 17:01 LeBron James trúði ekki eigin augum þegar dómararnir dæmdu ekkert í lok venjulegs leiktíma. AP Photo/Michael Dwyer NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira