Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:13 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja. Vísir/Ívar Fannar Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar.
BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík
Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10