Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 22:31 Svanfríður Jónasdóttir fyrir utan heimili sitt á Dalvík. Beint fyrir framan húsið er lögreglustöðin í Ennis, sem raunar er pósthúsið á Dalvík. Vísir/Tryggvi Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“ Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“
Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira