„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2023 19:44 Þórdís Kolbrún ásamt þeim Tobiasi Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs og Johönnu Sumuvuori, ráðuneytisstjóra í finnska utanríkisráðuneytinu, í pallborðsumræðunum í dag. Stjórnarráð Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022. Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022.
Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira