Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að vinna saman að því með Seðlabankanum og ríkissjóði að draga úr þenslu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óhætt er að segja að kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé í hörðum hnút. Nokkrar kærur liggja fyrir og deilt er um lögmæti verkfallsboðunar og miðlunartillögu. Við fáum til okkar í settið sérfræðing í vinnurétti sem fer yfir stöðu mála.

Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Við ræðum við formanninn sem telur stjórnendur þurfa að líta í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem málþóf um útlendingafrumvarpið stendur yfir og ekkert annað kemst á dagskrá auk þess sem við hittum mann sem lauk í dag mánaðarlangri föstu. Við fylgjumst með þegar hann tekur fyrsta matarbitann á þessu ári.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×