Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 21:41 Pizzan opnaði nýtt útibú í Mosfellsbæ í síðasta mánuði. Opnunin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aðsend Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“ Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“
Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira