Fimm ára fangelsi fyrir gróf brot gegn tveimur konum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 23:35 Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi. Um var að ræða brot gegn tveimur konum í aðskildum málum en bæði brotin áttu sér stað þann 1. ágúst 2022. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að fyrrverandi unnustu sinni og sambýliskonu sinni með ofbeldi, hótunum og ólögmætri nauðung og haft samræði og önnur kynferðismök við hana, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreið við verkstæði í Hafnarfirði. Þá var hann var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu síðar þennan sama dag. Leitaði skjóls hjá ókunnugum Hvað brotin gegn fyrri konunni varðaði var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað höfuð og líkama, dregið hana út úr bílnum, hrint henni á malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hníf upp að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum, með því að segjast ætla að skera hana á háls og klippa af henni hárið. Á meðan á framangreindu stóð neyddi hann konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til að hætta. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi neytt fíkniefna umræddan dag. Fram kemur að konan hafi flúið af vettvangi og leitað aðstoðar hjá ókunnugu fólki sem bjó í nágrenninu. Hún hafi verið með mikla líkamlega áverka og í miklu uppnámi samkvæmt framburði vitna. Við skoðun á neyðarmóttöku fundust áverkar víða á konunni. Fram kemur í skýrslu að hún hafi verið bólgin í andliti með glóðarauga á báðum augum en mun meira hægra megin, með bólgið nef og mar á vörum og hár í óreiðu og flækju að aftan. Þá var hún með marbletti á hálsi undir kjálkabörðum, mörg minni húðsár á fótum og stóra marbletti á báðum hnjám. Þá hafi hún verið miður sín og virkað hrædd og niðurbrotin. Þá segir í matsgerð læknis að allflestir áverkarnir séu ferskir, sem samræmist því að þeir hafi komið til aðfaranótt 1. ágúst 2022. Fram kemur að framburður konunnar fyrir dómi hafi verið stöðugur og trúverðugur og í samræmi við önnur gögn sem liggja fyrir í málinu, og þá sérstaklega frá neyðarmóttöku, bráðamóttöku og matsgerð réttarlæknis. Sagði konuna hafa samþykkt ofbeldið Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og var framburður hans í meginatriðum á sama veg en lýsingar hans á atvikum þóttu oft takmarkaðar. Byggði hann á því að samþykki konunnar hefði legið fyrir til kynmaka og hálstaks og að ofbeldi hefði annars verið hluti af kynmökum sem konan hefði samþykkt. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Þá hafi hann gefið takmarkaðar skýringar á ástandi konunnar. Þá hafi ekkert komið fram sem gat gefið manninum réttmæta ástæðu til að ætla að fyrir lægi samþykki konunnar til kynmaka eða fyrir því að hann beitti hana ofbeldi eða hótaði henni. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur; atlaga hans hafi verið einstaklega gróf, ófyrirleitin og langvinn en gögn benda til þess að samskipti hans og konunnar á vettvangi hafi staðið í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi brotið haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konuna og með því hafi hann brotið gróflega gegn kynfrelsi hennar. Þá kemur fram að nauðgunin hafi verið „sérstaklega gróf og niðurlægjandi.“ Maðurinn var þó sýknaður af því að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps og var brotið heimfært á varakröfu ákæruvaldsins, það er sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Fimm ára fangelsi Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu sem einnig átti sér stað þann 1. ágúst 2022. Brotið átti sér stað í bíl. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og í eitt skipti slegið hana í andlitið með olnboga, rifið í hár hennar, sparkað í andlit hennar, tekið hana hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar og dregið hana síðan út úr bifreiðinni. Maðurinn neitaði sök að öðru leyti en því að hafa slegið konuna einu sinni með krepptum hnefa í andlitið og ýtt henni. Tekið er fram í dómnum að maðurinn og konan sem um ræðir séu nú í nánu sambandi og hafi verið hittast um tíma þegar brotið átti sér stað. Með læknisvottorðum sem lágu fyrir og að hluta með framburði konunnar taldi dómurinn sannað að hún hefði hlotið umrædda áverka í samskiptum sínum við manninn. Sannað þótti að maðurinn hefði slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og sparkað einu sinni í andlit hennar en hann var öðru leyti sýknaður samkvæmt ákæru. Þótti hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm ár en til frádráttar kemur óslitið gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 2. ágúst 2022. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Uppfært 2. febrúar klukkan 08:30 Í fyrri útgáfu stóð að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Hann var ákærður fyrir það en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að fyrrverandi unnustu sinni og sambýliskonu sinni með ofbeldi, hótunum og ólögmætri nauðung og haft samræði og önnur kynferðismök við hana, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreið við verkstæði í Hafnarfirði. Þá var hann var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu síðar þennan sama dag. Leitaði skjóls hjá ókunnugum Hvað brotin gegn fyrri konunni varðaði var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað höfuð og líkama, dregið hana út úr bílnum, hrint henni á malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hníf upp að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum, með því að segjast ætla að skera hana á háls og klippa af henni hárið. Á meðan á framangreindu stóð neyddi hann konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til að hætta. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi neytt fíkniefna umræddan dag. Fram kemur að konan hafi flúið af vettvangi og leitað aðstoðar hjá ókunnugu fólki sem bjó í nágrenninu. Hún hafi verið með mikla líkamlega áverka og í miklu uppnámi samkvæmt framburði vitna. Við skoðun á neyðarmóttöku fundust áverkar víða á konunni. Fram kemur í skýrslu að hún hafi verið bólgin í andliti með glóðarauga á báðum augum en mun meira hægra megin, með bólgið nef og mar á vörum og hár í óreiðu og flækju að aftan. Þá var hún með marbletti á hálsi undir kjálkabörðum, mörg minni húðsár á fótum og stóra marbletti á báðum hnjám. Þá hafi hún verið miður sín og virkað hrædd og niðurbrotin. Þá segir í matsgerð læknis að allflestir áverkarnir séu ferskir, sem samræmist því að þeir hafi komið til aðfaranótt 1. ágúst 2022. Fram kemur að framburður konunnar fyrir dómi hafi verið stöðugur og trúverðugur og í samræmi við önnur gögn sem liggja fyrir í málinu, og þá sérstaklega frá neyðarmóttöku, bráðamóttöku og matsgerð réttarlæknis. Sagði konuna hafa samþykkt ofbeldið Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og var framburður hans í meginatriðum á sama veg en lýsingar hans á atvikum þóttu oft takmarkaðar. Byggði hann á því að samþykki konunnar hefði legið fyrir til kynmaka og hálstaks og að ofbeldi hefði annars verið hluti af kynmökum sem konan hefði samþykkt. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Þá hafi hann gefið takmarkaðar skýringar á ástandi konunnar. Þá hafi ekkert komið fram sem gat gefið manninum réttmæta ástæðu til að ætla að fyrir lægi samþykki konunnar til kynmaka eða fyrir því að hann beitti hana ofbeldi eða hótaði henni. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur; atlaga hans hafi verið einstaklega gróf, ófyrirleitin og langvinn en gögn benda til þess að samskipti hans og konunnar á vettvangi hafi staðið í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi brotið haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konuna og með því hafi hann brotið gróflega gegn kynfrelsi hennar. Þá kemur fram að nauðgunin hafi verið „sérstaklega gróf og niðurlægjandi.“ Maðurinn var þó sýknaður af því að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps og var brotið heimfært á varakröfu ákæruvaldsins, það er sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Fimm ára fangelsi Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu sem einnig átti sér stað þann 1. ágúst 2022. Brotið átti sér stað í bíl. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og í eitt skipti slegið hana í andlitið með olnboga, rifið í hár hennar, sparkað í andlit hennar, tekið hana hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar og dregið hana síðan út úr bifreiðinni. Maðurinn neitaði sök að öðru leyti en því að hafa slegið konuna einu sinni með krepptum hnefa í andlitið og ýtt henni. Tekið er fram í dómnum að maðurinn og konan sem um ræðir séu nú í nánu sambandi og hafi verið hittast um tíma þegar brotið átti sér stað. Með læknisvottorðum sem lágu fyrir og að hluta með framburði konunnar taldi dómurinn sannað að hún hefði hlotið umrædda áverka í samskiptum sínum við manninn. Sannað þótti að maðurinn hefði slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og sparkað einu sinni í andlit hennar en hann var öðru leyti sýknaður samkvæmt ákæru. Þótti hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm ár en til frádráttar kemur óslitið gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 2. ágúst 2022. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Uppfært 2. febrúar klukkan 08:30 Í fyrri útgáfu stóð að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Hann var ákærður fyrir það en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira