Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 19:30 Sólveig Anna Jónsdóttir segir engar tilraunir hafa verið gerðar til að miðla málum í deilu Eflingar við SA frá því miðlunartillaga ríkissáttasemjara var lögð fram. Hann hafi í raun aldrei komið á eiginlegum samningaviðræðum í deilunni. Vísir Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að þróast. Í dag ákvað forysta Eflingar að draga stjórnsýslukæru sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram á mánudag til baka og kæra framlagningu tillögunnar þess í stað til Héraðsdóms. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu hafa lýst vantrausti á ríkissáttasemjara. Hann geti því ekki miðlað málum í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins og skipa þurfi nýjan í það hlutverk.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir segir viðbrögð ráðuneytisins við stjórnsýslukærunni hafa verið alltof sein. „Þannig að við höldum að þetta sé skynsamari og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins, þá er þetta eðlilegri staður til að fara á teljum við,“ segir Sólveig Anna. Það er stór dagur í deilunni á morgun þegar málflutningur fer fram í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu í Félagsdómi um friðarskyldu deiluaðila eftir að miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Þá verður einnig málflutningur í máli ríkissáttasemjara fyrir Héraðsdómi þar sem hann krefst úrskurðar um að Eflingu beri að afhenda embættinu kjörskrá sína svo hægt verði að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Á morgun hefst einnig atkvæðagreiðsla um viðbótarverkföll á hótelum og hjá bílstjórum olíufélaga og Samskipa. Mikil málaferli hafa skapast vegna stöðunnar sem komin er upp í kjaradeilu Eflingar og SA. Á morgun hefst síðan atkvæðagreiðsla um víðtækari verkfallsaðgerðir en þegar hafa verið samþykktar.Grafík/Sara Sólveig Anna segir málatilbúnað Samtaka atvinnulífsins um friðarskyldu um leið og Eflingu hafi verið afhent miðlunartillaga fáránlegan. „Þetta er náttúrlega eins langsótt og furðulegt eins og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur. Hann er tengdur raunveruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg,“ segir formaður Eflingar. Það sama eigi við um framferði ríkissáttasemjara; hvernig tillagan var unnin og lögð fram brjóti einnig gegn lögum sem honum beri að starfa undir. Það væri mikilvægt að skera úr um þetta með skýrum og skjótum hætti. Sólveig Anna segir engar sáttamiðlanir hafa átt sér stað frá því miðlunartillagan var lögð fram. Í raun hafi ríkissáttasemjari aldrei gert heiðarlega tilraun til að miðla málum og því væri þessi staða komin upp. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur ekki getað framkvæmt atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína vegna þess að Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá félagsins.Vísir/Vilhelm „Á þessum tímapunkti er það auðvitað svo að stjórn Eflingar hefur lýst vantrausti á ríkissáttasemjara. Þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessari deilu.“ Efling muni hlýða lögbundinni skyldu og svara kalli sáttasemjara um fund en þaðmyndi ekki skila árangri. Það ætti að vera lítið mál fyrir vinnumarkaðsráðherra að leysa úr því. „Og setja einhvern sem bæri þá titilinn aðstoðarríkissáttasemjari í deiluna. Það held ég ef viljinn væri fyrir hendi væri ekki erfitt að gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að þróast. Í dag ákvað forysta Eflingar að draga stjórnsýslukæru sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram á mánudag til baka og kæra framlagningu tillögunnar þess í stað til Héraðsdóms. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu hafa lýst vantrausti á ríkissáttasemjara. Hann geti því ekki miðlað málum í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins og skipa þurfi nýjan í það hlutverk.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir segir viðbrögð ráðuneytisins við stjórnsýslukærunni hafa verið alltof sein. „Þannig að við höldum að þetta sé skynsamari og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins, þá er þetta eðlilegri staður til að fara á teljum við,“ segir Sólveig Anna. Það er stór dagur í deilunni á morgun þegar málflutningur fer fram í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu í Félagsdómi um friðarskyldu deiluaðila eftir að miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Þá verður einnig málflutningur í máli ríkissáttasemjara fyrir Héraðsdómi þar sem hann krefst úrskurðar um að Eflingu beri að afhenda embættinu kjörskrá sína svo hægt verði að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Á morgun hefst einnig atkvæðagreiðsla um viðbótarverkföll á hótelum og hjá bílstjórum olíufélaga og Samskipa. Mikil málaferli hafa skapast vegna stöðunnar sem komin er upp í kjaradeilu Eflingar og SA. Á morgun hefst síðan atkvæðagreiðsla um víðtækari verkfallsaðgerðir en þegar hafa verið samþykktar.Grafík/Sara Sólveig Anna segir málatilbúnað Samtaka atvinnulífsins um friðarskyldu um leið og Eflingu hafi verið afhent miðlunartillaga fáránlegan. „Þetta er náttúrlega eins langsótt og furðulegt eins og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur. Hann er tengdur raunveruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg,“ segir formaður Eflingar. Það sama eigi við um framferði ríkissáttasemjara; hvernig tillagan var unnin og lögð fram brjóti einnig gegn lögum sem honum beri að starfa undir. Það væri mikilvægt að skera úr um þetta með skýrum og skjótum hætti. Sólveig Anna segir engar sáttamiðlanir hafa átt sér stað frá því miðlunartillagan var lögð fram. Í raun hafi ríkissáttasemjari aldrei gert heiðarlega tilraun til að miðla málum og því væri þessi staða komin upp. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur ekki getað framkvæmt atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína vegna þess að Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá félagsins.Vísir/Vilhelm „Á þessum tímapunkti er það auðvitað svo að stjórn Eflingar hefur lýst vantrausti á ríkissáttasemjara. Þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessari deilu.“ Efling muni hlýða lögbundinni skyldu og svara kalli sáttasemjara um fund en þaðmyndi ekki skila árangri. Það ætti að vera lítið mál fyrir vinnumarkaðsráðherra að leysa úr því. „Og setja einhvern sem bæri þá titilinn aðstoðarríkissáttasemjari í deiluna. Það held ég ef viljinn væri fyrir hendi væri ekki erfitt að gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50
Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42
Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09
Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55