Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 08:20 Sleðabraut svipuð þeirri sem sett yrði upp í Hveragerði. Konan virðist vera ansi ánægð með ferðina. Getty Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett. Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett.
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira