Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 91-90 | ÍR vann lífsnauðsynlegan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 21:12 VÍSIR/BÁRA ÍR vann ótrúlegan endurkomusigur á Grindavík 91-90. Taylor Johns reyndist hetja heimamanna er hann gerði síðustu körfu leiksins í blálokin. Heimamenn fóru rólega af stað og það þurfti þó nokkrar tilraunir til að gera fyrstu körfuna úr opnum leik. Hægt og rólega fór Grindavík að búa sér til forskot og um miðjan fyrsta leikhluta gerðu gestirnir átta stig í röð og Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók leikhlé í stöðunni 9-20. Heimamenn fundu betri takt eftir leikhlé og var staðan 20-27 eftir fyrsta leikhluta. ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu sóknarlega í fyrri hálfleik. Heimamenn töpuðu níu boltum á fyrstu sextán mínútunum á meðan Grindavík tapaði aðeins einum bolta. Annað sem var ábótavant hjá ÍR í fyrri hálfleik var vítanýtingin. Heimamenn tóku níu víti og hittu aðeins úr fjórum. Undir lok fyrri hálfleiks var jafnvægi leiksins í lausu lofti þar sem ÍR var að koma til baka á meðan Grindavík var að gefa eftir. Nýjasti leikmaður Grindavíkur Zoran Vrkić setti þá afar mikilvægan þrist sem gestirnir fylgdu eftir með annarri þriggja stiga sókn. Grindvíkingar voru tólf stigum yfir í hálfleik 39-51 og fóru nokkuð afslappaðir inn í klefa. Í þriðja leikhluta fór að hitna í kolunum eins og þjálfarar beggja liða áttu von á. Gkay Gaios Skordilis var ósáttur við að ÍR-ingar hafi verið að lemja í hann og fékk tæknivillu. Skordillis var enn þá pirraður og fékk aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. Heimamenn náðu að setja niður mikilvægar körfur og þegar haldið var í síðasta fjórðung var staðan 63-69. Það var eiginlega með ólíkindum að munurinn var ekki meiri miðað við hvernig liðin voru að spila. ÍR byrjaði fjórða leikhluta með látum. Heimamenn gerðu fyrstu níu stigin í fjórða leikhluta og komust yfir 72-69. Grindavík hélt sér á floti með því að komast á vítalínuna en það tók þrjár mínútur að gera körfu úr opnum leik. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin skiptust á stuttum áhlaupum. Þegar ellefu sekúndur voru eftir fékk ÍR sókn til að vinna leikinn stigi undir. Taylor Johns klikkaði á skoti náði sóknarfrákasti og setti niður sniðskot og fékk villu að auki. Taylor Johs hitti aðeins úr þremur af ellefu vítaskotum í leiknum en á þessu augnabliki vann það með honum að hafa klikkað þar sem Grindavík gat ekki tekið leikhlé heldur þurfti að hlaupa strax upp völlinn og ná sókn á fimm sekúndum. Það gekk ekki og ÍR fagnaði eins stigs sigri 91-90. Af hverju vann ÍR? Úthald og hugarfar ÍR-inga var á réttum stað í kvöld. ÍR var undir nánast allan leikinn en endaði á að komast stigi yfir rétt áður en feita konan söng. Ólíkt síðustu leikjum var seinni hálfleikur ÍR-inga afar góður og vel útfærður. ÍR vann seinni hálfleik 52-39. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var stigahæstur hjá heimamönnum með 25 stig. Massarelli tók einnig 8 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og endaði með 24 framlagspunkta. Taylor Johns var eins nálægt því að vera skúrkur og það gat orðið. Taylor Johns tapaði fjórum boltum og var með 27 prósent vítanýtingu sem hefði verið auðvelt að benda á ef ÍR hefði tapað leiknum. Taylor reyndist hins vegar hetja ÍR-inga þar sem hann gerði sigurkörfuna þegar fimm sekúndur voru eftir. Taylor Johns endaði með 17 stig og tók 14 fráköst. Taylor tók 4 sóknarfráköst og eitt af þeim var í lokaskókninni. Hvað gekk illa? Grindavík henti þessum leik frá sér. Eftir afar öflugan fyrri hálfleik fór Grindavík að gefa ansi mikið eftir sem kom ÍR á bragðið. Vendipunkturinn var þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var vísað út úr húsi. Skordilis létt kappið fara með sig og brást liðinu sem gat ekki haldið leikinn út án hans. Valdas Vasylius átti hræðilegan leik. Valdas spilaði nánast nítján mínútur og með hann á gólfinu tapaði Grindavík með 19 stigum. Hvað gerist næst? ÍR fer í Smárann næsta fimmtudag og mætir Blikum klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Grindavík og Njarðvík klukkan 20:15. Jóhann Þór: Fórum að væla og skæla í staðinn fyrir að lemja þá Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var hundfúll eftir grátlegt tap gegn ÍR. „Það var fúllt að tapa þessu. Við vorum litlir í okkur og stór skot héldu okkur inni í leiknum en við áttum ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson og hélt áfram. „Við vissum að í seinni hálfleik myndi ÍR reyna að berja sig inn í leikinn sem tókst. Í staðinn fyrir að lemja þá á móti fórum við að væla og skæla. Í restina var farið illa með ákveðna aðila varnarlega í mínu liði og vonandi taka menn það til sín og reyna að bæta sinn leik.“ Jóhann Þór var fúll út í Gkay Gaios Skordilis sem fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi í seinni hálfleik. „Ég var mjög fúll út í hann. Þetta var ekki fyrsti leikurinn hans á Íslandi. Hann er að berjast og tekur að meðaltali tvö víti í leik. Ég er búinn að ræða þetta í allan vetur við dómarana og þeir ætla að hafa þetta svona og hann þarf að geta spilað í gegnum þetta. Ég var mjög fúll út í hann þar sem hann mun sennilega fá 2-3 leiki í bann sem gæti verið dýrt fyrir okkur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla ÍR UMF Grindavík
ÍR vann ótrúlegan endurkomusigur á Grindavík 91-90. Taylor Johns reyndist hetja heimamanna er hann gerði síðustu körfu leiksins í blálokin. Heimamenn fóru rólega af stað og það þurfti þó nokkrar tilraunir til að gera fyrstu körfuna úr opnum leik. Hægt og rólega fór Grindavík að búa sér til forskot og um miðjan fyrsta leikhluta gerðu gestirnir átta stig í röð og Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók leikhlé í stöðunni 9-20. Heimamenn fundu betri takt eftir leikhlé og var staðan 20-27 eftir fyrsta leikhluta. ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu sóknarlega í fyrri hálfleik. Heimamenn töpuðu níu boltum á fyrstu sextán mínútunum á meðan Grindavík tapaði aðeins einum bolta. Annað sem var ábótavant hjá ÍR í fyrri hálfleik var vítanýtingin. Heimamenn tóku níu víti og hittu aðeins úr fjórum. Undir lok fyrri hálfleiks var jafnvægi leiksins í lausu lofti þar sem ÍR var að koma til baka á meðan Grindavík var að gefa eftir. Nýjasti leikmaður Grindavíkur Zoran Vrkić setti þá afar mikilvægan þrist sem gestirnir fylgdu eftir með annarri þriggja stiga sókn. Grindvíkingar voru tólf stigum yfir í hálfleik 39-51 og fóru nokkuð afslappaðir inn í klefa. Í þriðja leikhluta fór að hitna í kolunum eins og þjálfarar beggja liða áttu von á. Gkay Gaios Skordilis var ósáttur við að ÍR-ingar hafi verið að lemja í hann og fékk tæknivillu. Skordillis var enn þá pirraður og fékk aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. Heimamenn náðu að setja niður mikilvægar körfur og þegar haldið var í síðasta fjórðung var staðan 63-69. Það var eiginlega með ólíkindum að munurinn var ekki meiri miðað við hvernig liðin voru að spila. ÍR byrjaði fjórða leikhluta með látum. Heimamenn gerðu fyrstu níu stigin í fjórða leikhluta og komust yfir 72-69. Grindavík hélt sér á floti með því að komast á vítalínuna en það tók þrjár mínútur að gera körfu úr opnum leik. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin skiptust á stuttum áhlaupum. Þegar ellefu sekúndur voru eftir fékk ÍR sókn til að vinna leikinn stigi undir. Taylor Johns klikkaði á skoti náði sóknarfrákasti og setti niður sniðskot og fékk villu að auki. Taylor Johs hitti aðeins úr þremur af ellefu vítaskotum í leiknum en á þessu augnabliki vann það með honum að hafa klikkað þar sem Grindavík gat ekki tekið leikhlé heldur þurfti að hlaupa strax upp völlinn og ná sókn á fimm sekúndum. Það gekk ekki og ÍR fagnaði eins stigs sigri 91-90. Af hverju vann ÍR? Úthald og hugarfar ÍR-inga var á réttum stað í kvöld. ÍR var undir nánast allan leikinn en endaði á að komast stigi yfir rétt áður en feita konan söng. Ólíkt síðustu leikjum var seinni hálfleikur ÍR-inga afar góður og vel útfærður. ÍR vann seinni hálfleik 52-39. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var stigahæstur hjá heimamönnum með 25 stig. Massarelli tók einnig 8 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og endaði með 24 framlagspunkta. Taylor Johns var eins nálægt því að vera skúrkur og það gat orðið. Taylor Johns tapaði fjórum boltum og var með 27 prósent vítanýtingu sem hefði verið auðvelt að benda á ef ÍR hefði tapað leiknum. Taylor reyndist hins vegar hetja ÍR-inga þar sem hann gerði sigurkörfuna þegar fimm sekúndur voru eftir. Taylor Johns endaði með 17 stig og tók 14 fráköst. Taylor tók 4 sóknarfráköst og eitt af þeim var í lokaskókninni. Hvað gekk illa? Grindavík henti þessum leik frá sér. Eftir afar öflugan fyrri hálfleik fór Grindavík að gefa ansi mikið eftir sem kom ÍR á bragðið. Vendipunkturinn var þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var vísað út úr húsi. Skordilis létt kappið fara með sig og brást liðinu sem gat ekki haldið leikinn út án hans. Valdas Vasylius átti hræðilegan leik. Valdas spilaði nánast nítján mínútur og með hann á gólfinu tapaði Grindavík með 19 stigum. Hvað gerist næst? ÍR fer í Smárann næsta fimmtudag og mætir Blikum klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Grindavík og Njarðvík klukkan 20:15. Jóhann Þór: Fórum að væla og skæla í staðinn fyrir að lemja þá Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var hundfúll eftir grátlegt tap gegn ÍR. „Það var fúllt að tapa þessu. Við vorum litlir í okkur og stór skot héldu okkur inni í leiknum en við áttum ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson og hélt áfram. „Við vissum að í seinni hálfleik myndi ÍR reyna að berja sig inn í leikinn sem tókst. Í staðinn fyrir að lemja þá á móti fórum við að væla og skæla. Í restina var farið illa með ákveðna aðila varnarlega í mínu liði og vonandi taka menn það til sín og reyna að bæta sinn leik.“ Jóhann Þór var fúll út í Gkay Gaios Skordilis sem fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi í seinni hálfleik. „Ég var mjög fúll út í hann. Þetta var ekki fyrsti leikurinn hans á Íslandi. Hann er að berjast og tekur að meðaltali tvö víti í leik. Ég er búinn að ræða þetta í allan vetur við dómarana og þeir ætla að hafa þetta svona og hann þarf að geta spilað í gegnum þetta. Ég var mjög fúll út í hann þar sem hann mun sennilega fá 2-3 leiki í bann sem gæti verið dýrt fyrir okkur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti