Sturlaðar staðreyndir um græðgi! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Íslenskir bankar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun