Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2023 12:06 Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis var sýknuð. Sömuleiðis Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Alþingi/Getty-Lars Baron Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira
Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira