„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Sigmar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2023 13:30 Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar