Spá að krabbameinum fjölgi um 52 prósent á Íslandi á næstu sautján árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 15:45 Mikilli fjölgun krabbameinstilfella er spáð til ársins 2040. Vísir/Vilhelm Því er spáð að krabbameinstilvikum fjölgi um 52 prósent á Íslandi til ársins 2040. Það er mun meiri fjölgun en annars staðar í Evrópu, þar sem því er spáð að tilvikum fjölgi um 21 prósent á sama tíma.Krabbameinsfélagið segir breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar spila þarna lykilhlutverk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira