Blaðamaður Vísis var á ferðinni eftir Miklubrautinni um þetta leyti. Svona var staðan á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Grensásvegar auk fleiri minni gatnamóta.
Þegar blaðamaður var kominn vestan Skaftahlíðar virtist ekkert ama að ljósunum í þeim enda borgarinnar.
Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki heyrt af vandamálinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði heyrt af ljósavandanum en ekkert heyrst af árekstrum. Er vonandi að flestir ökumenn hafi fundið út úr flækjunni sem ljósavandinn skapaði.