Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 16:31 Myndin sem Ragnar tók út um gluggann. Hann segir að enginn hafi slasast er bíllinn fór út af veginum. RAX Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00