Vilja vita meira um skólpið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. febrúar 2023 23:40 Herdís segist sátt við aðstöðuna en hefði jafnvel viljað sjá glugga. Vísir/Arnar Sjósundsfólk fagnar nýrri skiptiaðstöðu við Ægisíðu í Vesturbænum en kallar eftir ítarlegri upplýsingum um vatnsgæði í rauntíma þar sem skólphreinsistöð stendur þar skammt frá. Uppbygging aðstöðunnar við Ægissíðu hefur gengið vel en hún hófst eftir að hugmynd að aðstöðunni barst í gegnum verkefnið hverfið mitt sem Reykjavíkurborg stendur fyrir. Skúrinn er óðum að taka á sig mynd. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður sjósundsfélags Reykjavíkur fagnar aðstöðunni. „Við hjá SJÓR voru mjög hamingjusöm með störf borgarinnar þar. Það var gott samráð við okkur og þetta kemur bara mjög vel út.“ Herdís heldur áfram. „Það munar mjög miklu að fötin séu þurr og fjúki ekki í burtu. Það snýst bara aðallega um það. Það þarf ekkert meir. Þetta er bara mjög svipað því sem að við vorum að tala um að þyrfti. Við hefðum kannski viljað hafa glugga svo þetta yrði ekki notað í eitthvað sem ekki má sjást.“ Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðstaðan er í einungis um 500 metra fjarlægð frá skólpdælustöð við Faxaskjól. Það kemur fyrir að slíkar stöðvar ráði ekki við álagið sem fylgir miklum vatnavöxtum og skólp fari þá óhreinsað út í sjó með tilheyrandi gerlamengun. En hefur sjósundsfólk áhyggjur af nábýlinu við skolpdælustöðvar? „Já, við höfum mikið gagnrýnt það bara hvernig frárennslismálum er háttað og líka upplýsingagjöf um stöðuna á frárennslismálunum. Við getum séð inná veitusjánni hvort að lokar séu opnir eða ekki, en við myndum gjarnan vilja miklu ítarlegri upplýsingar og að upplýsingagjöfin væri aðgengilegri.“ Sund Sjósund Reykjavík Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Uppbygging aðstöðunnar við Ægissíðu hefur gengið vel en hún hófst eftir að hugmynd að aðstöðunni barst í gegnum verkefnið hverfið mitt sem Reykjavíkurborg stendur fyrir. Skúrinn er óðum að taka á sig mynd. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður sjósundsfélags Reykjavíkur fagnar aðstöðunni. „Við hjá SJÓR voru mjög hamingjusöm með störf borgarinnar þar. Það var gott samráð við okkur og þetta kemur bara mjög vel út.“ Herdís heldur áfram. „Það munar mjög miklu að fötin séu þurr og fjúki ekki í burtu. Það snýst bara aðallega um það. Það þarf ekkert meir. Þetta er bara mjög svipað því sem að við vorum að tala um að þyrfti. Við hefðum kannski viljað hafa glugga svo þetta yrði ekki notað í eitthvað sem ekki má sjást.“ Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðstaðan er í einungis um 500 metra fjarlægð frá skólpdælustöð við Faxaskjól. Það kemur fyrir að slíkar stöðvar ráði ekki við álagið sem fylgir miklum vatnavöxtum og skólp fari þá óhreinsað út í sjó með tilheyrandi gerlamengun. En hefur sjósundsfólk áhyggjur af nábýlinu við skolpdælustöðvar? „Já, við höfum mikið gagnrýnt það bara hvernig frárennslismálum er háttað og líka upplýsingagjöf um stöðuna á frárennslismálunum. Við getum séð inná veitusjánni hvort að lokar séu opnir eða ekki, en við myndum gjarnan vilja miklu ítarlegri upplýsingar og að upplýsingagjöfin væri aðgengilegri.“
Sund Sjósund Reykjavík Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira