„Leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun“ Atli Arason skrifar 3. febrúar 2023 23:01 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að grínast örlítið og brosa út að eyrum eftir öflugan 20 stiga sigur hans manna á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld, 109-89. „Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
„Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira