Heimamenn í Flensburg höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og náðu mest fjögurra marka forskoti. Leiðið leiddi með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, en þá var staðan 16-13, Flensburg í vil.
Liðið hél forskoti sínu lengst af í síðari hálfleik, en gestirnir náðu að jafna metin á lokasprettinum og knýja þannig fram framlengingu. Þar reyndust heimamenn hins vegar sterkari og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 29-28.
Á sama tíma tryggðu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen sér einnig sæti í undanúrslitum með sex marka sigri gegn Hannover-Burgdorf, 25-31, en Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, er úr leik eftir þriggja marka tap gegn Lemgo, 30-33.
Enn er ein viðureign eftir í átta liða úrslitum þar sem Íslendingalið Magdeburg sækir Kiel heim á morgun.