Innlent

Brotist inn verslun í Kópa­vogi í nótt og mikið um ölvunar­akstur

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í nótt sem tengdust ölvun og slagsmálum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í nótt sem tengdust ölvun og slagsmálum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Mikið var um ýmiskonar tilkynningar sem tengdust ölvun, slagsmálum og hávaða. Sex einstaklingar voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var brotist inn í verslun í Kópavogi.

Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun í Kópavogi. Samkvæmt tilkynningunni var um að ræða nokkra einstaklinga sem höfðu yfirgefið vettvang á bifreið. Lögregla hafði upp á þeim og vistaði í fangaklefa og verður málið rannsakað.

Sem fyrr segir var talsvert um ölvunarakstur í nótt auk þess sem einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×