Fyrir leikinn í dag var Bayern í öðru sæti deildarinnar en Union Berlin náði toppsætinu í gær með sigri á Mainz. Wolfsburg var hins vegar í sjöunda sætinu í baráttu um Evrópusæti.
Bayern byrjaði leikinn frábærlega og var í raun búið að gera út um hann á fyrstu tuttugu mínútunum. Kingsley Coman kom þeim í 1-0 á 9.mínútu og hann skoraði annað mark fimm mínútum síðar. Á 19.mínútu skoraði hinn margreyndi Thomas Muller síðan þriðja mark Bayern og staðan orðin svört fyrir heimamenn
Wolfsburg tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og vonir þeirra glæddust enn frekar þegar Joshua Kimmich fékk rautt spjald á 54.mínútu.
Wolfsburg reyndu hvað þeir gátu en á 73.mínútu skoraði Jamal Musiala fjórða mark Bayern og gerði út um vonir heimamanna. Hinn sænski Matthias Svanberg minnkaði muninn á 80.mínútu en lengra komust heimamenn ekki.
Lokatölur 4-2 og Bayern komið á ný í efsta sæti deildarinnar en ljóst er að toppbaráttan í Þýskalandi stefnir í að verða spennandi þetta árið.