Körfubolti

Trúði því ekki þegar Nico Richotti borðaði augað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nico Richotti og Nacho Martin eru reynslumiklir leikmenn og hafa lent í ýmsu á sínum körfuboltaferlinum.
Nico Richotti og Nacho Martin eru reynslumiklir leikmenn og hafa lent í ýmsu á sínum körfuboltaferlinum. Skjámynd/UMFN

Erlendu leikmenn Njarðvíkurliðanna í körfuboltanum fengu að upplifa íslenska þorramat á dögunum og nú geta aðrir fengið að sjá hvernig það gekk hjá þessum öflugu leikmönnum.

Í kringum stórt þorrablót Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni þá fékk Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tvo erlenda leikmenn karlaliðsins og tvo erlenda leikmenn kvennaliðsins til að smakka þorramat í mynd en þau fengu þar að gæða sér á sviðakjamma, kæstum hákarli og súrsuðum hrútspungum.

Leikmennirnir voru Nico Richotti og Nacho Martin hjá karlaliðinu og Aliyah Collier og Raquel Laneiro hjá kvennaliðinu. Allt leikmenn í risastórum hlutverkum hjá liðunum.

Það er óhætt að segja að maturinn hafi farið misvel niður þó að allir hafi staðið sig vel í að smakka þennan séríslenskan mat.

Nico Richotti er þekktur fyrir að leiða Njarðvíkinga inn á vellinum og hann var hugrakkur í að smakka ekki síst þegar kom að sviðakjammanum.

Nacho Martin trúði því hreinlega ekki þegar Richotti borðaði augað úr hausnum.

Lyktin og útliðið á þorramatnum var heldur ekki að gera stelpunum mikinn greiða og þær fóru vægast mjög varlega í það að smakka.

Hér fyrir neðan má sjá smökkunina hjá öllum fjórum leikmönnunum sem Njarðvíkingar tóku upp og settu inn á sína samfélagsmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×