Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 14:46 Símon Grétar hefur hefur slegið í gegn í Idolinu síðustu vikur. Stöð 2/Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía
Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00