Fyrr undir kvöld fengust þær upplýsingar frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að bílar hefðu verið kallaðir út til að salta göturnar.
Þá höfðu einhverjir árekstrar orðið og meðal annars valt bíll við Arnarnesbrúna og rúta og fólksbíll skullu saman í Ártúnsbrekku.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafa nokkrir smáárekstrar orðið síðan þá, vegna áðurnefndrar hálku. Ekki er vitað til þess að fólk hafi meiðst.