„Þetta var Íslandsmet í klúðri“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2023 21:45 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Diego Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn. „Það var óskiljanlegt hvernig við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum fimm mörkum yfir og með öll tök á öllum helvítis leiknum. Vörnin var góð og við vorum búnir að vinna svo mikla vinnu við að ná þessu forskoti,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Þetta var Íslandsmet í klúðri, hvernig við köstuðum boltanum frá okkur á ekki að sjást í Olís deildinni. Þetta voru það margir og daprir tæknifeilar og það var mjög erfitt að horfa upp á þetta og hvernig við köstuðum þessu frá okkur í seinni hálfleik.“ Gunnari var heitt í hamsi og var ósáttur með hvað hans menn voru að leyfa sér að gera fimm mörkum yfir. „Í stuttu máli þegar við erum fimm mörkum yfir þá fóru mínir menn að gera hluti sem þeir myndu ekki gera mínútu áður því þá vorum við í hörkuleik. En um leið og þú ert kominn með tak á leiknum þá kemur tilfinning um að þú megir taka einhverja sendingu. Þetta voru línusendingar sem áttu ekki rétt á sér.“ „Ég þurfti að taka tvö leikhlé út af þessum tæknifeilum og síðan tapaðist þetta á sendingum í lokin eftir leikhlé. Pressan kom síðan á okkur og þá hættu allir fyrir utan Blæ [Hinriksson] að sækja á markið og þegar þeir fóru út í hann þá fóru menn ekki í árásir. Við vorum ekki tilbúnir að axla ábyrgð þegar við vorum búnir að kasta þessu frá okkur og fengum jafnan leik sem er líka dapurt en sú staða átti aldrei að koma upp,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Það var óskiljanlegt hvernig við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum fimm mörkum yfir og með öll tök á öllum helvítis leiknum. Vörnin var góð og við vorum búnir að vinna svo mikla vinnu við að ná þessu forskoti,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Þetta var Íslandsmet í klúðri, hvernig við köstuðum boltanum frá okkur á ekki að sjást í Olís deildinni. Þetta voru það margir og daprir tæknifeilar og það var mjög erfitt að horfa upp á þetta og hvernig við köstuðum þessu frá okkur í seinni hálfleik.“ Gunnari var heitt í hamsi og var ósáttur með hvað hans menn voru að leyfa sér að gera fimm mörkum yfir. „Í stuttu máli þegar við erum fimm mörkum yfir þá fóru mínir menn að gera hluti sem þeir myndu ekki gera mínútu áður því þá vorum við í hörkuleik. En um leið og þú ert kominn með tak á leiknum þá kemur tilfinning um að þú megir taka einhverja sendingu. Þetta voru línusendingar sem áttu ekki rétt á sér.“ „Ég þurfti að taka tvö leikhlé út af þessum tæknifeilum og síðan tapaðist þetta á sendingum í lokin eftir leikhlé. Pressan kom síðan á okkur og þá hættu allir fyrir utan Blæ [Hinriksson] að sækja á markið og þegar þeir fóru út í hann þá fóru menn ekki í árásir. Við vorum ekki tilbúnir að axla ábyrgð þegar við vorum búnir að kasta þessu frá okkur og fengum jafnan leik sem er líka dapurt en sú staða átti aldrei að koma upp,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira