Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. febrúar 2023 08:59 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43
Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49
Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55