„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 22:26 Alexander Örn Júlíusson segir að Valsmenn hafi átt slatta inni eftir tapið gegn Flensburg. Vísir/Bára Dröfn Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30