Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 07:30 Hlé var gert á leiknum þegar LeBron James bætti stigametið og hann fékk að fagna með dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir framan aragrúa ljósmyndara. AP/Ashley Landis LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023 NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum