Gat ekki verið í skíðaskóm: „Gríðarleg vonbrigði að missa af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:01 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir vann til þriggja Íslandsmeistaratitla á síðasta ári. @hofidora Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, varð að játa sig sigraða í kapphlaupi við tímann um að komast á heimsmeistaramótið í alpagreinum sem nú er hafið í Frakklandi. Hún hefur dvalið á Íslandi síðustu mánuði vegna meiðsla en er staðráðin í að snúa aftur til Ítalíu, þar sem lið hennar er með bækistöðvar, sem fyrst. Hófí Dóra, eins og hún er kölluð, náði fínum árangri á Vetrarólympíuleikunum í Peking fyrir ári síðan þar sem hún varð í 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi, þrátt fyrir slæma byltu í sinni fyrstu grein, stórsviginu. Hún er hins vegar ekki í íslenska hópnum sem keppir í Frakklandi í næstu viku og því er í íslenska hópnum hvorugur ólympíufarinn frá því í fyrra, því Sturla Snær Snorrason lagði skíðin á hilluna í fyrra. Hólmfríður Dóra er hins vegar hvergi nærri hætt en viðurkennir að vonbrigðin yfir því að komast ekki á HM, vegna beinmars í sköflungi, hafi verið mikil. „Það eru gríðarleg vonbrigði að missa af þessu. Í rauninni er maður búinn að undirbúa sig fyrir þetta HM frá því að síðasta HM kláraðist fyrir tveimur árum, þó að Ólympíuleikarnir hafi vissulega verið þarna á milli en ólympíuárin eru bara allt öðruvísi,“ segir Hólmfríður Dóra í samtali við Vísi. Klæddist skíðaskónum heima í von um að ná HM Eftir fjögurra ára dvöl í Svíþjóð flutti Hólmfríður Dóra til Ítalíu í fyrravor og hóf að æfa með International Ski Racing Academy. Þar æfir hún undir handleiðslu nokkurra þjálfara ásamt fleiri skíðakonum frá öðrum löndum sem eru í sömu sporum – að tilheyra ekki nógu stóru landsliði til að æfa með því. Hún kom heim í lok október eftir að hafa verið farin að finna fyrir meiðslum en vissi þá ekki að um beinmar í sköflungi væri að ræða. „Ég fór svo aftur út í nóvember og þá kom í ljós að ég gat bara ekki verið í skíðaskóm og skíðað. Þá kom ég aftur til Íslands og hitti bæklunarlækni hér, og hef verið hér síðan,“ segir Hólmfríður Dóra sem reyndi allt til að komast á HM. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á ferðinni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í fyrra.Getty/Michal Kappeler Unnið með sálfræðingi í væntingastjórnuninni „Svona meiðsli geta verið upp og niður og ég var aðeins farin að auka æfingaálagið í desember, í ræktinni þó og án þess að fara á skíði. En mér fannst meiðslin alltaf vera eins. Ég var í skíðaskónum hérna heima alla daga til að prófa en þegar ég svo prófaði ég að fara á skíði þá kom aftur í ljós að ég gat það ekkert. Beinmarið er í sköflungnum og þetta bara gekk ekki. Þá var maður bara aftur á núllpunkti. Það helsta sem er hægt að gera við þessu er að halda blóðflæðinu gangandi, þannig að þetta hreyfist eitthvað til, en það virðist vera erfitt að ná þessu í burtu. Ég veit því miður ekki hvenær ég get farið að skíða aftur. Ég var alltaf með einhver tímaplön, sérstaklega gagnvart þjálfurunum mínum úti á Ítalíu. Sífellt að segjast koma vonandi eftir tvær vikur eða eitthvað, en svo gekk það ekki upp. Ég hef verið að vinna með íþróttasálfræðingi í þessari væntingastjórnun, til að maður gefi sér frekar meiri tíma í ferlið og verði ekki alltaf fyrir vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp,“ segir Hólmfríður Dóra. Hún var kjörin íþróttamaður Ármanns á síðasta ári en hún æfði hjá félaginu til tvítugs, áður en hún flutti til Svíþjóðar. Í fyrra skipti hún eins og fyrr segir til Ítalíu og kann vel við sig hjá International Ski Racing Academy. View this post on Instagram A post shared by HO LMFRI ÐUR DO RA (@hofidora) „Ég er í alþjóðlegu liði og það eru þrjár stelpur þarna sem fara á HM, og það er rosalega fúlt að fara ekki með. Það er búinn að vera rosalegur undirbúningur hjá mér en líka þjálfurunum mínum, afreksstjóranum og öllum í kringum liðið. Nú þarf maður að endurstilla öll markmið. Um leið og ég fæ grænt ljós frá lækninum er ég farin aftur til Ítalíu. Ég er alla vega klárlega ekki hætt.“ Skíðaíþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Hófí Dóra, eins og hún er kölluð, náði fínum árangri á Vetrarólympíuleikunum í Peking fyrir ári síðan þar sem hún varð í 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi, þrátt fyrir slæma byltu í sinni fyrstu grein, stórsviginu. Hún er hins vegar ekki í íslenska hópnum sem keppir í Frakklandi í næstu viku og því er í íslenska hópnum hvorugur ólympíufarinn frá því í fyrra, því Sturla Snær Snorrason lagði skíðin á hilluna í fyrra. Hólmfríður Dóra er hins vegar hvergi nærri hætt en viðurkennir að vonbrigðin yfir því að komast ekki á HM, vegna beinmars í sköflungi, hafi verið mikil. „Það eru gríðarleg vonbrigði að missa af þessu. Í rauninni er maður búinn að undirbúa sig fyrir þetta HM frá því að síðasta HM kláraðist fyrir tveimur árum, þó að Ólympíuleikarnir hafi vissulega verið þarna á milli en ólympíuárin eru bara allt öðruvísi,“ segir Hólmfríður Dóra í samtali við Vísi. Klæddist skíðaskónum heima í von um að ná HM Eftir fjögurra ára dvöl í Svíþjóð flutti Hólmfríður Dóra til Ítalíu í fyrravor og hóf að æfa með International Ski Racing Academy. Þar æfir hún undir handleiðslu nokkurra þjálfara ásamt fleiri skíðakonum frá öðrum löndum sem eru í sömu sporum – að tilheyra ekki nógu stóru landsliði til að æfa með því. Hún kom heim í lok október eftir að hafa verið farin að finna fyrir meiðslum en vissi þá ekki að um beinmar í sköflungi væri að ræða. „Ég fór svo aftur út í nóvember og þá kom í ljós að ég gat bara ekki verið í skíðaskóm og skíðað. Þá kom ég aftur til Íslands og hitti bæklunarlækni hér, og hef verið hér síðan,“ segir Hólmfríður Dóra sem reyndi allt til að komast á HM. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á ferðinni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í fyrra.Getty/Michal Kappeler Unnið með sálfræðingi í væntingastjórnuninni „Svona meiðsli geta verið upp og niður og ég var aðeins farin að auka æfingaálagið í desember, í ræktinni þó og án þess að fara á skíði. En mér fannst meiðslin alltaf vera eins. Ég var í skíðaskónum hérna heima alla daga til að prófa en þegar ég svo prófaði ég að fara á skíði þá kom aftur í ljós að ég gat það ekkert. Beinmarið er í sköflungnum og þetta bara gekk ekki. Þá var maður bara aftur á núllpunkti. Það helsta sem er hægt að gera við þessu er að halda blóðflæðinu gangandi, þannig að þetta hreyfist eitthvað til, en það virðist vera erfitt að ná þessu í burtu. Ég veit því miður ekki hvenær ég get farið að skíða aftur. Ég var alltaf með einhver tímaplön, sérstaklega gagnvart þjálfurunum mínum úti á Ítalíu. Sífellt að segjast koma vonandi eftir tvær vikur eða eitthvað, en svo gekk það ekki upp. Ég hef verið að vinna með íþróttasálfræðingi í þessari væntingastjórnun, til að maður gefi sér frekar meiri tíma í ferlið og verði ekki alltaf fyrir vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp,“ segir Hólmfríður Dóra. Hún var kjörin íþróttamaður Ármanns á síðasta ári en hún æfði hjá félaginu til tvítugs, áður en hún flutti til Svíþjóðar. Í fyrra skipti hún eins og fyrr segir til Ítalíu og kann vel við sig hjá International Ski Racing Academy. View this post on Instagram A post shared by HO LMFRI ÐUR DO RA (@hofidora) „Ég er í alþjóðlegu liði og það eru þrjár stelpur þarna sem fara á HM, og það er rosalega fúlt að fara ekki með. Það er búinn að vera rosalegur undirbúningur hjá mér en líka þjálfurunum mínum, afreksstjóranum og öllum í kringum liðið. Nú þarf maður að endurstilla öll markmið. Um leið og ég fæ grænt ljós frá lækninum er ég farin aftur til Ítalíu. Ég er alla vega klárlega ekki hætt.“
Skíðaíþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira