Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2023 07:23 Feðginin Camilla Cleese og John Cleese á viðburði í Texas í mars síðastliðinn. Getty Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi. Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira