Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, að svara hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson [28 ára bakvörður, Breiðablik | 8 A-landsleikir] Þó hann hafi spilað annað hvort á kantinum eða sem sóknarþenkjandi miðjumaður á sínum yngri árum þá hefur Höskuldur blómstrað síðan hann var færður niður í bakvörð sumarið 2021. Hann er í myndinni hjá A-landsliði Íslands og hefur borið fyrirliðaband liðsins í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Er uppalinn í Kópavogi og hefur leikið þar allan sinn feril ef frá er talin tveggja ára dvöl hjá Halmstad í Svíþjóð frá miðju sumri 2017 til 2019. Bakvörðurinn Höskuldur Gunnlaugsson.Vísir/Hulda Margrét „Alltaf sóknarþenkjandi“ „Hef séð myndbönd af mér tveggja ára gömlum þar sem ég er að leika mér með bolta. Áhuginn á þessari boltaíþrótt kom því nánast í vöggu. Byrjaði svo að æfa á yngra ári í 6.flokki minnir mig. Var alltaf sóknarþenkjandi og spilaði mest á kantinum þangað til í 3. flokki, fór þá einnig að spila í tíunni. Var samt aldrei lúxusleikmaður. Hef alltaf horft á mig sem iðnaðarmann að vissu leyti enda mikil ákefð í manni.“ „Minn árgangur [1994] og árgangarnir í kringum okkur vorum rosalegir bolta-árgangar. Eyddum örugglega meiri tíma á sparkvellinum við Lindaskóla heldur en á skipulögðum æfingum. Ég á þeim fótbolta mikið að þakka hvað varðar leiksskilning ásamt því að maður prófaði sig áfram í hinum ýmsu þáttum leiksins. Þorði að gera mistök því þetta snerist fyrst og fremst um að hafa gaman þó svo að það hafi alltaf verið mikið kapp í mönnum, oft meira en á æfingum.“ Frá vinstri: Oliver Sigurjónsson [1995], Kristinn Steindórsson [1990], Gísli Eyjólfsson, Viktor Örn Margeirsson og Höskuldur [allir 1994]. „Á einum og sama tímanum var ég í fótbolta, handbolta og smá í körfubolta. Æfði líka breikdans, karate og borðtennis. Það var fátt sem maður snerti ekki á. Var að koma seint heim á kvöldin.“ „Tel mig vera jákvæðan og hvetjandi inn á vellinum“ „Ég er mikill liðsmaður, hef alltaf verið. Samt með egó eins og aðrir, vill alltafgera betur persónulega. Tel mig vera jákvæðan og hvetjandi inn á vellinum þó ég sé með mikið keppnisskap, það brýst hins vegar ekki út með öskrum og látum. Er ósérhlífinn og kem stundum sjálfum mér á óvart þegar hlutirnir verða virkilega erfiðir, þá stíg ég upp.“ View this post on Instagram A post shared by Ho skuldur Gunnlaugsson (@hoggigunnlaugsson) „Myndi lýsa mér sem nokkuð léttleikandi leikmanni sem er snöggur að hugsa og getur látið spil tikka. Er ágætlega klókur að finna mér svæði en hef samt þurft að æfa það og pæla mikið í því, ernáttúrulegra í dag en það var. „Er meiri miðjumaður, þó ég spili í bakverði, heldur en áður fyrr þegar mínar helstu fyrirmyndir voru Eden Hazard og Philippe Coutinho. Var meira að taka skæri og rekja knöttinn, ekki að það sé farið - alls ekki.“ Hazard var stórskemmtilegur leikmaður á sínum tíma. Hér er hann í leik gegn Íslandi.vísir/vilhelm „Er með lágan þyngdarpunkt - sem gefur manni ágætis jafnvægi - og fínustu fyrstu snertingu, sem ég tel vera algjöran lykil. Bý yfir mikilli og góðri hlaupagetu. Hef alltaf verið í góðu formi en tók þá ákvörðun þegar ég var að klára 2. flokk að leggja aukna áherslu á að bæta hlaupagetinu. Vildi finna eitthvað sem gæti hjálpað mér í baráttunni um að stimpla mig inn í meistaraflokk.“ „Tók ákvörðun að hlaupa meira og af meiri ákafa á æfingum. Ekki bara að hlaupa meira á meðalhraða heldur virkilega hratt, lengi og oft. Skilaði sér klárlega, fann breytingu á mér sem leikmanni og er það stór partur af mínum leik í dag.“ „Þegar kemur að því að gefa fyrir markið er ég með ágætis löpp, sama hvort það þarf að skera boltann til baka út í teiginn eða gefa fyrir af vængnum. Er líka með ágætis skotfót sem er þó oft mundaður til einskis en hann getur reynst vel ef lið falla langt niður. Fínt að geta brotið leikinn upp með því að þruma á markið fyrir utan teig í stað þess að reyna spila sig inn í það.“ „Er þokkalega líkamlega sterkur og vinn oftast einvígin mín. Við spilum mikinn sóknarbolta og ég er oftar en ekki framarlega á vellinum. Það er því gott að búa yfir mikilli hlaupagetu þegar kemur að því að skila sér til baka. Hef verið hluti af vörn sem hefur fengið á sig fæst mörk í efstu deild tvö tímabil í röð, það er jákvætt. Styrkleiki minn sem bakvörður liggur þó klárlega í sóknarleik.“ „Hef lagt áherslu á að vera meira vocal, láta meira í mér heyra. Það getur verið pirrandi þegar menn eru að öskra bara til að öskra. Ég er meira að reyna leiðbeina og hvetja menn áfram.“Vísir/Daniel Thor Fyrirliðinn Höskuldur „Nú á seinni árum er ég með sömu skapgerð og er sami karakter hvort sem ég sé fyrirliði eða ekki. Er bara ég sjálfur, hvort það er sem fyrirliði Breiðabliks eða leikmaður íslenska landsliðsins þó ég hafi fengið þann heiður að bera fyrirliðabandið í síðustu tveimur landsleikjum [gegn Suður-Kórea og Svíþjóð]. View this post on Instagram A post shared by Ho skuldur Gunnlaugsson (@hoggigunnlaugsson) „Voru viðbrigði fyrir mig að fá fyrirliðabandið í lok árs 2019 þegar Óskar og Halldór [Árnason] tóku við. Tel mig hafa þroskast síðan þá, er orðinn meiri og fjölbreyttari leiðtogi. Hef alla tíð lagt mikið á mig og leitt þannig með fordæmi. Er ósérhlífinn, með sterkt og mikið vinnuþrek [e. work ethic]. Verð ávallt þannig leiðtogi innan vallar sem utan.“ „Manni ber skylda að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd verandi fyrirliði í stærsta klúbb á Íslandi, allavega þegar kemur að fjölda iðkenda. Hef gaman að þeim ófáum og fjölbreyttu verkefnum sem starfsheitið felur í sér.“Breiðablik „Hef aldrei verið mikið fyrir að öskra að óþörfu. Eftir að ég var gerður að fyrirliða greip ég sjálfan mig í að vera einhverskonar B-útgáfa af þessum „týpíska“ fyrirliða sem er síöskrandi. Við erum með alveg nóg af þannig týpum hjá Blikum, mönnum sem láta vel í sér heyra. „Fór því að hugsa í hverju mínir styrkleikar fælust, í hverju ég væri góður. Maður þarf líka að átta sig á að yfirhöfuð er fullt af leiðtogum í liðinu þó ég sé með bandið. Tek fyrirliðahlutverkinu með miklu stolti og legg mikinn metnað í það.“ „Fyrir mig persónulega, þó það sé algjört aukaatriði, þá vildi ég sýna og sanna að ég gæti verið fyrirliðinn sem myndi leiða Breiðablik að Íslandsmeistaratitlinum, það voru alveg efasemdaraddir um það.“Vísir/Hulda Margrét „Segist vera að hugsa um að nota mig sem bakvörð í næsta leik“ „Þegar ég kom upp í 2. flokk spilaði ég aðeins bakvörð og kom inn í meistaraflokkinn hjá Ólafi Kristjánssyni sumarið 2011 sem bakvörður. Hann sá að þetta var eitthvað sem ég gat leyst.“ „Árið 2014 er svo break through season hjá mér. Var hugsaður sem bakvörður eða vængbakvörður hjá Óla Kristjáns. Byrjaði samt aðeins einn leik áður en Óli fór til Danmerkur og þá tók Guðmundur Benediktsson við. Hann sá mig bara sem kantmann. Byrjaði alla leikina sem voru eftir af tímabilinu og á Gumma Ben mikið að þakka.“ „Svo dúkkar þessi bakvarðar-pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn í slæmu gengi og smá meiðslahrinu í byrjun tímabils 2021. Erum með aðeins fjögur stig eftir fjóra leiki og nýbúnir að skíttapa í Víkinni. Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] kemur til mín eftir leik og segist vera að hugsa um að nota mig sem bakvörð í næsta leik.“ „Í hreinskilni sagt þá fílaði ég aldrei neitt sérstaklega að vera hugsaður sem hefðbundinn bakvörður. Taldi mig betri út á kanti eða á miðjunni.“ „Þegar ég spilaði svo fyrst bakvörður sumarið 2021 var ekkert sérstakt upplegg varðandi hvernig ég ætti að spila stöðuna. Verður til fyrir slysni því ég er létt pirraður yfir því að vera í bakverði og ákveð að spila á minn hátt. Fer að draga mig inn á miðju og dúkka upp í undarlegum svæðum. Var þó samviskusamur og passaði mig að vera til taks varnarlega.“ „Höskuldur Gunnlaugsson var stórkostlegur í liði Breiðabliks í kvöld. Hljóp upp og niður kantinn alveg fram á síðustu mínútu,“ segir um frammistöðu Höskuldar í téðum leik. „Þá sér Óskar Hrafn hvað er hægt að gera með þetta og segir við mig eftir leik að ég geti orðið helvíti góður sóknarbakvörður. Ég keypti þá pælingu því ég fattaði strax hvað þetta gæti gert fyrir liðið, og mig. Eftir það fara Óskar og Dóri að þróa stöðuna í það vopn sem hún er í dag. Á sama tíma fæ ég frjálsræði til að spila hana á minn hátt.“ „Pössum að það sé erfitt að stöðva okkur“ „Það eru klárlega viðmið og leiðbeiningar sem við fylgjum en við erum mjög vel drillaðir og meðvitaðir í því sem við erum að gera. Það er ekki bara ein leið, ef andstæðingurinn spilar á ákveðinn hátt þá getum við gert eitt og annað til að brjóta hann á bak aftur. Á sama tíma pælum við ekki of mikið í hinu liðinu og gerum það sem við gerum vel, pössum að það sé erfitt að stöðva okkur.“ „Það er gott jafnvægi milli þess að leikmenn fari eftir þeim prinsippum sem við höfum sett og að menn hafi frjálsræði. Ef ég tek mig sem dæmi þá fer ég reglulega inn á miðjuna eða tek þverhlaup frá hægri til vinstri. Þegar það gerist þá verður einhver að taka breiddina hægra megin fyrir mig.“ „Það er almennt flæði á leikstöðum sem getur verið helvíti erfitt að stoppa.“Vísir/Hulda Margrét „Alltaf verið vinnslumikill og samviskusamur vængmaður“ Höskuldur viðurkennir að það hafi hjálpað til að hafa lengi vel spilað sem kantmaður. „Að sama skapi þá kom það fyrir að ég greip sjálfan mig út úr stöðu, til dæmis þegar kom að rangstöðulínu eða eitthvað þannig. Aðallega það sem kemur upp um að ég sé ekki það sem kalla mætti hefðbundinn bakvörð.“ „Var alltaf vinnslumikill og samviskusamur vængmaður þegar kom að varnarskyldum. Fnnst þetta því ekki mikil breyting upp á það að gera. Varnarlega er maður fyrst og fremst að verjast út á væng, passa að fylla teiginn varnarlega í fyrirgjöfum og almennt að pæla í hvar maður er staðsettur.“ „Ekki ósvipað því sem maður var að gera sem vængmaður, sérstaklega í yngri landsliðunum – engin smá varnarvinna sem fólst í því. Reynslan úr U-21 árs landsliðinu hefur klárlega nýst mér.“vísir/anton Sú reynsla hefur einnig nýst Höskuldi í Evrópuleikjum Breiðabliks sem og með A-landsliðinu. „Ákveðin U-beygja, bæði varnar- og sóknarlega [að fara úr Bestu deildinni yfir í Evrópu- eða landsleiki]. Þar er maður hefðbundnari og agaðri bakvörður ef svo má segja. Held að ástæðan fyrir því að Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson [þjálfarateymi A-landsliðsins] hafi valið mig til að byrja með er sú að ég spilaði sem hefðbundinn bakvörður í Evrópuleikjum Breiðabliks. Sýndi þar að ég get leyst það hlutverk mjög vel.“ „Er allt annað umhverfi og allt annar bolti [með landsliðinu] en það hefur gengið vel. Mikil viðbrigði en klárlega ekkert óviðráðanlegt. Maður er agaðri að halda sér út í línu, vinna meira á vængnum og passa sig að rjúka ekki í hápressu, allavega þegar það á ekki við. Það er aðalbreytingin.“ „Grunnurinn; verjast einn á einn, fylla teiginn til að skalla í burtu fyrirgjafir eða blokka þær er bara hefðbundinn varnarleikur sem ég get sinnt mjög vel.“Vísir/Vilhelm „Vil gefa mönnum eins lítið pláss og mögulegt er“ „Oft finnst mér þægilegt að vita ekki neitt um leikmanninn sem ég er að mæta, er þá ekki með fyrir fram mótaða hugmynd um hvað hann muni gera. Að því sögðu þá finnst mér mjög gott að rýna í andstæðinginn sem ég er að fara mæta og skoða oftast klippur af þeim leikmönnum sem ég er að fara mæta á vellinum.“ „Finnst aldrei neitt vesen varnarlega þegar orkustigið mitt er upp á sitt besta, sem það er langoftast. Það hefur reynst mér vel að vera mættur í andlitið á kantmanninum, taka hann í návígi eða í versta falli brjóta eftir að hann nær snertingu á boltann. Í rauninni vil ég bara gefa mönnum eins lítið pláss og mögulegt er til að athafna sig.“ „Var í kringum İstanbul Başakşehir leikina síðasta sumar þegar við vorum heilt yfir - ég ekki undanskilinn - þreyttir. Í 5-2 tapinu gegn Stjörnunni til dæmis, þegar lappirnar voru aðeins þreyttari og maður var ekki jafn beittur og vanalega þá var ekkert frábært að fá Ísak Andra [Sigurgeirsson] á sig. „Hann er mjög skemmtilegur leikmaður og ég hef gaman að því að mæta honum en það er ekki skemmtilegt þegar maður er alveg gaslaus með þungar lappir, get kvittað undir það.“Vísir/Hulda Margrét „Alltaf að pæla hvar svæðin eru“ „Er helst að pæla í að láta spilið tikka með því að komast í rétt svæði og reyna að taka réttar ákvarðanir þegar ég fær boltann í þeim svæðum. Fer eftir því hvað maður hefur mikinn tíma. Ofar á vellinum er mikilvægt að þora að halda boltanum á litlu svæði, reyna þannig að gera andstæðinginn ringlaðan eða þreyttan og þá í kjölfarið að komast á bakvið hann.“ „Hvað mig varðar þá snýst þetta allt um jafnvægi. Maður er alltaf að pæla hvar svæðin eru, þá helst hvar ég get boðið mig í svæði svo Anton Ari [Einarsson, markvörður] eða miðverðir okkar eigi möguleika á að brjóta línur mótherjans með sendingum sínum. Þannig getur sú sending tekið þrjá leikmenn úr leik.“ „Persónulega reyni að snúa fram á við þegar ég fæ boltann, taka hann upp völlinn eða þá senda hann á mann sem snýr fram á við. Snýst um að láta spilið tikka, einblíni á það þegar við erum í uppbyggingarfasa.“Vísir/Vilhelm „Ef við náum ekki að spila okkur í gegnum fyrstu pressu - af því andstæðingurinn er mjög góður í að standa hátt - þá getur reynst vel að fara bakvið þá og færa liðið þannig ofar á völlinn. Ef við erum komnir hærra upp á völlinn hugsa ég um að taka kraftmikil hlaup fram á við til að komast í stöðu til að gefa fyrir eða skera boltann út í teig.“ „Ef lið falla djúpt til baka er mikilvægt að vera á hreyfingu, vera dýnamískur og mögulega reyna að komast í yfirtölu á öðrum hvorum vængnum. Þannig næst hreyfing á vörn andstæðingsins og við komumst annað hvort á bakvið vörnina eða búum til möguleika á að fara einn á einn.“ „Klárlega skemmtilegasti fótbolti sem ég hef tekið þátt í“ „Leikkerfið, leikstíllinn og hvernig við í Blikum spilum er klárlega skemmtilegasti fótbolti sem ég hef tekið þátt í. Er í grunninn 4-3-3 með hálfgerðri falskri níu og væng-framherjum.“ „Tvö ár í röð erum við búnir að bæta markametið okkar en á sama tíma erum við að verjast vel sem lið. Má segja að við séum að verjast á skemmtilegan hátt, það er mjög gaman að verjast í hápressu. Oft breytist hún í okkar hættulegustu færi.“ Höskuldur fagnar með liðsfélögum sínum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Leikurinn minn í mínum orðum Tengdar fréttir „Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01 „Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01 „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, að svara hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson [28 ára bakvörður, Breiðablik | 8 A-landsleikir] Þó hann hafi spilað annað hvort á kantinum eða sem sóknarþenkjandi miðjumaður á sínum yngri árum þá hefur Höskuldur blómstrað síðan hann var færður niður í bakvörð sumarið 2021. Hann er í myndinni hjá A-landsliði Íslands og hefur borið fyrirliðaband liðsins í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Er uppalinn í Kópavogi og hefur leikið þar allan sinn feril ef frá er talin tveggja ára dvöl hjá Halmstad í Svíþjóð frá miðju sumri 2017 til 2019. Bakvörðurinn Höskuldur Gunnlaugsson.Vísir/Hulda Margrét „Alltaf sóknarþenkjandi“ „Hef séð myndbönd af mér tveggja ára gömlum þar sem ég er að leika mér með bolta. Áhuginn á þessari boltaíþrótt kom því nánast í vöggu. Byrjaði svo að æfa á yngra ári í 6.flokki minnir mig. Var alltaf sóknarþenkjandi og spilaði mest á kantinum þangað til í 3. flokki, fór þá einnig að spila í tíunni. Var samt aldrei lúxusleikmaður. Hef alltaf horft á mig sem iðnaðarmann að vissu leyti enda mikil ákefð í manni.“ „Minn árgangur [1994] og árgangarnir í kringum okkur vorum rosalegir bolta-árgangar. Eyddum örugglega meiri tíma á sparkvellinum við Lindaskóla heldur en á skipulögðum æfingum. Ég á þeim fótbolta mikið að þakka hvað varðar leiksskilning ásamt því að maður prófaði sig áfram í hinum ýmsu þáttum leiksins. Þorði að gera mistök því þetta snerist fyrst og fremst um að hafa gaman þó svo að það hafi alltaf verið mikið kapp í mönnum, oft meira en á æfingum.“ Frá vinstri: Oliver Sigurjónsson [1995], Kristinn Steindórsson [1990], Gísli Eyjólfsson, Viktor Örn Margeirsson og Höskuldur [allir 1994]. „Á einum og sama tímanum var ég í fótbolta, handbolta og smá í körfubolta. Æfði líka breikdans, karate og borðtennis. Það var fátt sem maður snerti ekki á. Var að koma seint heim á kvöldin.“ „Tel mig vera jákvæðan og hvetjandi inn á vellinum“ „Ég er mikill liðsmaður, hef alltaf verið. Samt með egó eins og aðrir, vill alltafgera betur persónulega. Tel mig vera jákvæðan og hvetjandi inn á vellinum þó ég sé með mikið keppnisskap, það brýst hins vegar ekki út með öskrum og látum. Er ósérhlífinn og kem stundum sjálfum mér á óvart þegar hlutirnir verða virkilega erfiðir, þá stíg ég upp.“ View this post on Instagram A post shared by Ho skuldur Gunnlaugsson (@hoggigunnlaugsson) „Myndi lýsa mér sem nokkuð léttleikandi leikmanni sem er snöggur að hugsa og getur látið spil tikka. Er ágætlega klókur að finna mér svæði en hef samt þurft að æfa það og pæla mikið í því, ernáttúrulegra í dag en það var. „Er meiri miðjumaður, þó ég spili í bakverði, heldur en áður fyrr þegar mínar helstu fyrirmyndir voru Eden Hazard og Philippe Coutinho. Var meira að taka skæri og rekja knöttinn, ekki að það sé farið - alls ekki.“ Hazard var stórskemmtilegur leikmaður á sínum tíma. Hér er hann í leik gegn Íslandi.vísir/vilhelm „Er með lágan þyngdarpunkt - sem gefur manni ágætis jafnvægi - og fínustu fyrstu snertingu, sem ég tel vera algjöran lykil. Bý yfir mikilli og góðri hlaupagetu. Hef alltaf verið í góðu formi en tók þá ákvörðun þegar ég var að klára 2. flokk að leggja aukna áherslu á að bæta hlaupagetinu. Vildi finna eitthvað sem gæti hjálpað mér í baráttunni um að stimpla mig inn í meistaraflokk.“ „Tók ákvörðun að hlaupa meira og af meiri ákafa á æfingum. Ekki bara að hlaupa meira á meðalhraða heldur virkilega hratt, lengi og oft. Skilaði sér klárlega, fann breytingu á mér sem leikmanni og er það stór partur af mínum leik í dag.“ „Þegar kemur að því að gefa fyrir markið er ég með ágætis löpp, sama hvort það þarf að skera boltann til baka út í teiginn eða gefa fyrir af vængnum. Er líka með ágætis skotfót sem er þó oft mundaður til einskis en hann getur reynst vel ef lið falla langt niður. Fínt að geta brotið leikinn upp með því að þruma á markið fyrir utan teig í stað þess að reyna spila sig inn í það.“ „Er þokkalega líkamlega sterkur og vinn oftast einvígin mín. Við spilum mikinn sóknarbolta og ég er oftar en ekki framarlega á vellinum. Það er því gott að búa yfir mikilli hlaupagetu þegar kemur að því að skila sér til baka. Hef verið hluti af vörn sem hefur fengið á sig fæst mörk í efstu deild tvö tímabil í röð, það er jákvætt. Styrkleiki minn sem bakvörður liggur þó klárlega í sóknarleik.“ „Hef lagt áherslu á að vera meira vocal, láta meira í mér heyra. Það getur verið pirrandi þegar menn eru að öskra bara til að öskra. Ég er meira að reyna leiðbeina og hvetja menn áfram.“Vísir/Daniel Thor Fyrirliðinn Höskuldur „Nú á seinni árum er ég með sömu skapgerð og er sami karakter hvort sem ég sé fyrirliði eða ekki. Er bara ég sjálfur, hvort það er sem fyrirliði Breiðabliks eða leikmaður íslenska landsliðsins þó ég hafi fengið þann heiður að bera fyrirliðabandið í síðustu tveimur landsleikjum [gegn Suður-Kórea og Svíþjóð]. View this post on Instagram A post shared by Ho skuldur Gunnlaugsson (@hoggigunnlaugsson) „Voru viðbrigði fyrir mig að fá fyrirliðabandið í lok árs 2019 þegar Óskar og Halldór [Árnason] tóku við. Tel mig hafa þroskast síðan þá, er orðinn meiri og fjölbreyttari leiðtogi. Hef alla tíð lagt mikið á mig og leitt þannig með fordæmi. Er ósérhlífinn, með sterkt og mikið vinnuþrek [e. work ethic]. Verð ávallt þannig leiðtogi innan vallar sem utan.“ „Manni ber skylda að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd verandi fyrirliði í stærsta klúbb á Íslandi, allavega þegar kemur að fjölda iðkenda. Hef gaman að þeim ófáum og fjölbreyttu verkefnum sem starfsheitið felur í sér.“Breiðablik „Hef aldrei verið mikið fyrir að öskra að óþörfu. Eftir að ég var gerður að fyrirliða greip ég sjálfan mig í að vera einhverskonar B-útgáfa af þessum „týpíska“ fyrirliða sem er síöskrandi. Við erum með alveg nóg af þannig týpum hjá Blikum, mönnum sem láta vel í sér heyra. „Fór því að hugsa í hverju mínir styrkleikar fælust, í hverju ég væri góður. Maður þarf líka að átta sig á að yfirhöfuð er fullt af leiðtogum í liðinu þó ég sé með bandið. Tek fyrirliðahlutverkinu með miklu stolti og legg mikinn metnað í það.“ „Fyrir mig persónulega, þó það sé algjört aukaatriði, þá vildi ég sýna og sanna að ég gæti verið fyrirliðinn sem myndi leiða Breiðablik að Íslandsmeistaratitlinum, það voru alveg efasemdaraddir um það.“Vísir/Hulda Margrét „Segist vera að hugsa um að nota mig sem bakvörð í næsta leik“ „Þegar ég kom upp í 2. flokk spilaði ég aðeins bakvörð og kom inn í meistaraflokkinn hjá Ólafi Kristjánssyni sumarið 2011 sem bakvörður. Hann sá að þetta var eitthvað sem ég gat leyst.“ „Árið 2014 er svo break through season hjá mér. Var hugsaður sem bakvörður eða vængbakvörður hjá Óla Kristjáns. Byrjaði samt aðeins einn leik áður en Óli fór til Danmerkur og þá tók Guðmundur Benediktsson við. Hann sá mig bara sem kantmann. Byrjaði alla leikina sem voru eftir af tímabilinu og á Gumma Ben mikið að þakka.“ „Svo dúkkar þessi bakvarðar-pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn í slæmu gengi og smá meiðslahrinu í byrjun tímabils 2021. Erum með aðeins fjögur stig eftir fjóra leiki og nýbúnir að skíttapa í Víkinni. Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] kemur til mín eftir leik og segist vera að hugsa um að nota mig sem bakvörð í næsta leik.“ „Í hreinskilni sagt þá fílaði ég aldrei neitt sérstaklega að vera hugsaður sem hefðbundinn bakvörður. Taldi mig betri út á kanti eða á miðjunni.“ „Þegar ég spilaði svo fyrst bakvörður sumarið 2021 var ekkert sérstakt upplegg varðandi hvernig ég ætti að spila stöðuna. Verður til fyrir slysni því ég er létt pirraður yfir því að vera í bakverði og ákveð að spila á minn hátt. Fer að draga mig inn á miðju og dúkka upp í undarlegum svæðum. Var þó samviskusamur og passaði mig að vera til taks varnarlega.“ „Höskuldur Gunnlaugsson var stórkostlegur í liði Breiðabliks í kvöld. Hljóp upp og niður kantinn alveg fram á síðustu mínútu,“ segir um frammistöðu Höskuldar í téðum leik. „Þá sér Óskar Hrafn hvað er hægt að gera með þetta og segir við mig eftir leik að ég geti orðið helvíti góður sóknarbakvörður. Ég keypti þá pælingu því ég fattaði strax hvað þetta gæti gert fyrir liðið, og mig. Eftir það fara Óskar og Dóri að þróa stöðuna í það vopn sem hún er í dag. Á sama tíma fæ ég frjálsræði til að spila hana á minn hátt.“ „Pössum að það sé erfitt að stöðva okkur“ „Það eru klárlega viðmið og leiðbeiningar sem við fylgjum en við erum mjög vel drillaðir og meðvitaðir í því sem við erum að gera. Það er ekki bara ein leið, ef andstæðingurinn spilar á ákveðinn hátt þá getum við gert eitt og annað til að brjóta hann á bak aftur. Á sama tíma pælum við ekki of mikið í hinu liðinu og gerum það sem við gerum vel, pössum að það sé erfitt að stöðva okkur.“ „Það er gott jafnvægi milli þess að leikmenn fari eftir þeim prinsippum sem við höfum sett og að menn hafi frjálsræði. Ef ég tek mig sem dæmi þá fer ég reglulega inn á miðjuna eða tek þverhlaup frá hægri til vinstri. Þegar það gerist þá verður einhver að taka breiddina hægra megin fyrir mig.“ „Það er almennt flæði á leikstöðum sem getur verið helvíti erfitt að stoppa.“Vísir/Hulda Margrét „Alltaf verið vinnslumikill og samviskusamur vængmaður“ Höskuldur viðurkennir að það hafi hjálpað til að hafa lengi vel spilað sem kantmaður. „Að sama skapi þá kom það fyrir að ég greip sjálfan mig út úr stöðu, til dæmis þegar kom að rangstöðulínu eða eitthvað þannig. Aðallega það sem kemur upp um að ég sé ekki það sem kalla mætti hefðbundinn bakvörð.“ „Var alltaf vinnslumikill og samviskusamur vængmaður þegar kom að varnarskyldum. Fnnst þetta því ekki mikil breyting upp á það að gera. Varnarlega er maður fyrst og fremst að verjast út á væng, passa að fylla teiginn varnarlega í fyrirgjöfum og almennt að pæla í hvar maður er staðsettur.“ „Ekki ósvipað því sem maður var að gera sem vængmaður, sérstaklega í yngri landsliðunum – engin smá varnarvinna sem fólst í því. Reynslan úr U-21 árs landsliðinu hefur klárlega nýst mér.“vísir/anton Sú reynsla hefur einnig nýst Höskuldi í Evrópuleikjum Breiðabliks sem og með A-landsliðinu. „Ákveðin U-beygja, bæði varnar- og sóknarlega [að fara úr Bestu deildinni yfir í Evrópu- eða landsleiki]. Þar er maður hefðbundnari og agaðri bakvörður ef svo má segja. Held að ástæðan fyrir því að Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson [þjálfarateymi A-landsliðsins] hafi valið mig til að byrja með er sú að ég spilaði sem hefðbundinn bakvörður í Evrópuleikjum Breiðabliks. Sýndi þar að ég get leyst það hlutverk mjög vel.“ „Er allt annað umhverfi og allt annar bolti [með landsliðinu] en það hefur gengið vel. Mikil viðbrigði en klárlega ekkert óviðráðanlegt. Maður er agaðri að halda sér út í línu, vinna meira á vængnum og passa sig að rjúka ekki í hápressu, allavega þegar það á ekki við. Það er aðalbreytingin.“ „Grunnurinn; verjast einn á einn, fylla teiginn til að skalla í burtu fyrirgjafir eða blokka þær er bara hefðbundinn varnarleikur sem ég get sinnt mjög vel.“Vísir/Vilhelm „Vil gefa mönnum eins lítið pláss og mögulegt er“ „Oft finnst mér þægilegt að vita ekki neitt um leikmanninn sem ég er að mæta, er þá ekki með fyrir fram mótaða hugmynd um hvað hann muni gera. Að því sögðu þá finnst mér mjög gott að rýna í andstæðinginn sem ég er að fara mæta og skoða oftast klippur af þeim leikmönnum sem ég er að fara mæta á vellinum.“ „Finnst aldrei neitt vesen varnarlega þegar orkustigið mitt er upp á sitt besta, sem það er langoftast. Það hefur reynst mér vel að vera mættur í andlitið á kantmanninum, taka hann í návígi eða í versta falli brjóta eftir að hann nær snertingu á boltann. Í rauninni vil ég bara gefa mönnum eins lítið pláss og mögulegt er til að athafna sig.“ „Var í kringum İstanbul Başakşehir leikina síðasta sumar þegar við vorum heilt yfir - ég ekki undanskilinn - þreyttir. Í 5-2 tapinu gegn Stjörnunni til dæmis, þegar lappirnar voru aðeins þreyttari og maður var ekki jafn beittur og vanalega þá var ekkert frábært að fá Ísak Andra [Sigurgeirsson] á sig. „Hann er mjög skemmtilegur leikmaður og ég hef gaman að því að mæta honum en það er ekki skemmtilegt þegar maður er alveg gaslaus með þungar lappir, get kvittað undir það.“Vísir/Hulda Margrét „Alltaf að pæla hvar svæðin eru“ „Er helst að pæla í að láta spilið tikka með því að komast í rétt svæði og reyna að taka réttar ákvarðanir þegar ég fær boltann í þeim svæðum. Fer eftir því hvað maður hefur mikinn tíma. Ofar á vellinum er mikilvægt að þora að halda boltanum á litlu svæði, reyna þannig að gera andstæðinginn ringlaðan eða þreyttan og þá í kjölfarið að komast á bakvið hann.“ „Hvað mig varðar þá snýst þetta allt um jafnvægi. Maður er alltaf að pæla hvar svæðin eru, þá helst hvar ég get boðið mig í svæði svo Anton Ari [Einarsson, markvörður] eða miðverðir okkar eigi möguleika á að brjóta línur mótherjans með sendingum sínum. Þannig getur sú sending tekið þrjá leikmenn úr leik.“ „Persónulega reyni að snúa fram á við þegar ég fæ boltann, taka hann upp völlinn eða þá senda hann á mann sem snýr fram á við. Snýst um að láta spilið tikka, einblíni á það þegar við erum í uppbyggingarfasa.“Vísir/Vilhelm „Ef við náum ekki að spila okkur í gegnum fyrstu pressu - af því andstæðingurinn er mjög góður í að standa hátt - þá getur reynst vel að fara bakvið þá og færa liðið þannig ofar á völlinn. Ef við erum komnir hærra upp á völlinn hugsa ég um að taka kraftmikil hlaup fram á við til að komast í stöðu til að gefa fyrir eða skera boltann út í teig.“ „Ef lið falla djúpt til baka er mikilvægt að vera á hreyfingu, vera dýnamískur og mögulega reyna að komast í yfirtölu á öðrum hvorum vængnum. Þannig næst hreyfing á vörn andstæðingsins og við komumst annað hvort á bakvið vörnina eða búum til möguleika á að fara einn á einn.“ „Klárlega skemmtilegasti fótbolti sem ég hef tekið þátt í“ „Leikkerfið, leikstíllinn og hvernig við í Blikum spilum er klárlega skemmtilegasti fótbolti sem ég hef tekið þátt í. Er í grunninn 4-3-3 með hálfgerðri falskri níu og væng-framherjum.“ „Tvö ár í röð erum við búnir að bæta markametið okkar en á sama tíma erum við að verjast vel sem lið. Má segja að við séum að verjast á skemmtilegan hátt, það er mjög gaman að verjast í hápressu. Oft breytist hún í okkar hættulegustu færi.“ Höskuldur fagnar með liðsfélögum sínum.Vísir/Hulda Margrét
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01
„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00